Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2021 08:22 Rekstur City Bikes gengur út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Zolo Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum. Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu. Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu.
Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira