Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Birgir fundaði með talí­bönum í Afgan­istan

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur nuddari á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot í Kanada

Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu

Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi

Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Íslensk listakona á Art Basel í Miami

„Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti.

Menning
Fréttamynd

RAX heiðraður á hátíð í Portúgal

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).

Lífið
Fréttamynd

Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Ís­lands

Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. 

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies).

Lífið
Fréttamynd

Rúrik krefst milljóna vegna þátt­tökunnar í Let‘s Dance

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Top­as In­ternati­onal. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Gera geggjuð fjöl­skyldu­jóla­kort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“

„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Jól
Fréttamynd

Kokka­lands­liðið stefnir aftur á gullið

Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn.

Matur
Fréttamynd

Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“

„Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„HM snýst ekki um bjór og brennivín“

„Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Styðjum við íslenska læknanema erlendis

Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum.

Skoðun