Ísland lenti í síðasta sæti í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2024 00:16 Hera Björk sló ekki í gegn hjá Evrópubúum þetta árið. Alma Bengtsson/EBU Framlag Íslands til Eurovision 2024 lenti í síðasta sæti keppninnar. Atriðið fékk þrjú stig á undankvöldi keppninnar, minnst allra þjóða. Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu. Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu.
Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15
Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41