Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:10 Mótmælendur segja eyjarnar komnar að þolmörkum og það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Vísir/EPA Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun.
Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23