Íslendingar erlendis

Fréttamynd

„Ó­þægi­legt þegar eitt­hvað svona gerist ná­lægt manni“

Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt.

Erlent
Fréttamynd

Starfaði hjá Sam­einuðu þjóðunum og nú hjá Al­þjóða­við­skipta­stofnuninni í Genf

„Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ragnar Jónasson hlaut Palle Rosenkrantz -verðlaunin

Ragnar Jónasson tók í dag við Palle Rosenkrantz -verðlaununum fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku á Krimimessen sem fram fer í fangelsinu í Horsens. Þau fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og Mistur.

Menning
Fréttamynd

„Þá er bara að kyngja stoltinu“

Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fundi Katrínar og Zelenskys lokið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið.

Innlent
Fréttamynd

Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa

Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí.

Innlent
Fréttamynd

Sara vann ekki Óskarsverðlaun

Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin.

Lífið