Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 14:30 Sigga Ózk talar og syngur íslensku útgáfuna fyrir karakter Ariönu Grande í Wicked. SAMSETT Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. „Tilkynning: ég mun tala og syngja fyrir GLINDU (aka Miss Grande) í íslensku talsetningunni á WICKED!“ skrifar Sigga og birtir með nokkrar myndir þar sem hún virðist vera í sjöunda himni með tíðindin. Stórstjarnan Ariana Grande leikur Glindu í kvikmyndinni og mun Sigga tjá karakternum sína rödd í íslensku útgáfunni. Cynthia Erivo og Ariana Grande fara með aðalhlutverkin í Wicked.Matthew Stockman/Getty Images Hamingjuóskunum rignir yfir Siggu á Instagram frá stórstjörnum á borð við Selmu Björns og Patrek Jaime. Selma skrifar meðal annars að Sigga sé enda langbest til verksins. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er margt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk sem tilkynnti sömuleiðis á dögunum að hún sé flutt til Noregs, nánar tiltekið Lillehammer í nám. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Wicked hefur í yfir tvo áratugi verið vinsæll og sögulegur söngleikur á Broadway og er söguþráðurinn lauslega byggður á Galdrakarlinum í Oz. Kvikmyndin Wicked verður frumsýnd 18. nóvember í Bretlandi og 22. nóvember um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Wicked Movie (@wickedmovie) Þá mun annar reynslubolti úr Söngvakeppninni, tónlistarkonan Elísabet Ormslev, tala og syngja fyrir karakterinn Elphaba í kvikmyndinni sem Cynthia Erivo leikur. Sigga Ózk og Elísabet eru báðar eru afburða söngkonur og verður spennandi að heyra sígild lög kvikmyndarinnar á íslensku tali. View this post on Instagram A post shared by ELÍSABET ORMSLEV (@elisabetormslev) Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Tilkynning: ég mun tala og syngja fyrir GLINDU (aka Miss Grande) í íslensku talsetningunni á WICKED!“ skrifar Sigga og birtir með nokkrar myndir þar sem hún virðist vera í sjöunda himni með tíðindin. Stórstjarnan Ariana Grande leikur Glindu í kvikmyndinni og mun Sigga tjá karakternum sína rödd í íslensku útgáfunni. Cynthia Erivo og Ariana Grande fara með aðalhlutverkin í Wicked.Matthew Stockman/Getty Images Hamingjuóskunum rignir yfir Siggu á Instagram frá stórstjörnum á borð við Selmu Björns og Patrek Jaime. Selma skrifar meðal annars að Sigga sé enda langbest til verksins. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er margt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk sem tilkynnti sömuleiðis á dögunum að hún sé flutt til Noregs, nánar tiltekið Lillehammer í nám. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Wicked hefur í yfir tvo áratugi verið vinsæll og sögulegur söngleikur á Broadway og er söguþráðurinn lauslega byggður á Galdrakarlinum í Oz. Kvikmyndin Wicked verður frumsýnd 18. nóvember í Bretlandi og 22. nóvember um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Wicked Movie (@wickedmovie) Þá mun annar reynslubolti úr Söngvakeppninni, tónlistarkonan Elísabet Ormslev, tala og syngja fyrir karakterinn Elphaba í kvikmyndinni sem Cynthia Erivo leikur. Sigga Ózk og Elísabet eru báðar eru afburða söngkonur og verður spennandi að heyra sígild lög kvikmyndarinnar á íslensku tali. View this post on Instagram A post shared by ELÍSABET ORMSLEV (@elisabetormslev)
Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira