Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 19:13 Til vinstri má sjá færsluna sem Zlatko Sefic setti inn á Brask og brall og fleiri íslenskar síður eftir að hafa borið kennsl á að hann væri frá Íslandi. Til hægri má sjá króatísku eyjuna Vis. Facebook/Getty Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá. Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá.
Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira