„Fína konan“ skyndilega umkringd fyllibyttum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 09:10 Jóhanna kynntist núverandi eiginmanni sínum í gegnum fundina hjá AA. Hann er búinn að vera edrú í 36 ár og þau styðja hvort annað. Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana. Unnið á virkum dögum og djammað um helgar Jóhanna ólst upp í pínulitlu sjávarplássi suður með sjó, örverpið í hópi þriggja systkina. „Það voru ákveðin forréttindi að alast uppi úti á landi, á þessum tíma. Það var svo mikið frelsi. Við lékum okkur úti allan daginn og vorum oftast ekki komin inn fyrr en rétt undir miðnætti.“ Þetta var á áttunda og níunda áratug seinustu aldar og lífið í þorpinu snerist að miklu leyti um fiskvinnslu. Um helgar var drukkið stíft og á virkum dögum var unnið hörðum höndum. Það var „normið“ eins og Jóhanna orðar það. Hún byrjaði snemma að vinna í fiski, eins og venjan var. „Ég byrjaði sjálf að drekka snemma á táningsaldri, ekkert mikið, bara þetta venjulega. Svo var djammað um helgar og unnið þess á milli.” Húsmóðir í Kaliforníu Árið 1992 var Jóhanna orðin tveggja barna einstæð móðir og starfaði á skrifstofunni á Keflavíkurflugvelli. Þar komst hún í kynni var ungan bandarískan mann; liðsforingja í sjóhernum sem hafði verið sendur til Íslands. Einn daginn bauð hann henni út að borða og þar með var ekki aftur snúið. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, parið lét pússa sig saman í Las Vegas og kom sér síðan fyrir í San Diego í Kaliforníu þar sem eiginmaður Jóhönnu hélt áfram að gegna herþjónustu. Eldri dóttir Jóhönnu hafði orðið eftir hjá foreldrum Jóhönnu á Íslandi, en sú yngri flutti með þeim út og eiginmaður Jóhönnu ættleiddi hana seinna meir. Lífið í Kaliforníu var ljúft, sól og hiti alla daga og fjölskyldan bjó í fínu og öruggu hverfi. Jóhanna var heimavinnandi húsmóðir og skorti ekkert. „En mér leiddist voðalega mikið þarna fyrstu árin, enda var ég ekki að vinna og var að mestu leyti bara ein heima með stelpuna mína á daginn. Og þá fór drykkjan að aukast, einn og einn bjór á kvöldin og svo vatt það upp á sig. Ég drakk nú reyndar bara annan hvern dag, mér þótti vont að vera þunn. Smátt og smátt byrjaði drykkjan að færast i aukana og svo daglega. Ólíkt Íslandi þá var áfengi ódýrt í Bandaríkjunum og það var hægt að kaupa það allstaðar; í matvöruverslunum og á bensín stöðum. Ég komst upp á lagið með að kaupa mér stórt veski, tók svo strætó í „mollið“ og keypti fullt af áfengi sem ég gat komið fyrir í veskinu og tekið með heim. Þannig gat ég falið drykkjuna fyrir eiginmanninum. Seinna meir fékk ég vinnu hjá tölvufyrirtæki; byrjaði að vinna á símanum og færði mig síðan yfir í bókhaldið. Maðurinn minn var í eitt skipti sendur í burtu í sex mánuði, til Persaflóans, og ég var ein eftir með stelpuna okkar og var að vinna. Ég var það sem kallað er „functional alchoholic“, drakk á kvöldin og mætti í vinnunna á daginn. Sótti stelpuna í dagvistun eftir vinnu og kom við í búð á leiðinni heim til kaupa meira hvítvín. Ég keypti alltaf ís eða eitthvað handa dóttur minni í leiðinni, svona til að sefa samviskubitið.“ Aðsend „Happy hour” hófst að loknum skóladegi barnanna Þar sem að eiginmaður Jóhönnu var í hernum þá fylgdu því tíðir flutningar á milli fylkja. „En mér fannst mér það bara fínt. Mér fannst nefnilega eins og vinir mínir og nágrannar væru farnir að taka eftir drykkjunni hjá mér. Þá var gott að geta byrjað uppá nýtt á nýjum stað, eignast nýja nágranna og nýja vini. Árið 1997 varð ég ófrísk að syni okkar. Ég drakk ekkert á meðgöngunni og gat þess vegna talið mér trú um að ég væri sko ekki neinn alki, ekki fyrst að ég gat stoppað þarna. Svo byrjaði ég auðvitað aftur að drekka um leið og ég gat. Síðasti flutningur var svo árið 1998, þegar við fluttum frá Delaware til Pensylvaníu. Þá ákvað ég að vera ekkert að kynnast nýjum vinum né nágrönnum, enda drakk ég alltaf ein heima við eldhúsborðið. Sat, drakk og talaði í símann.” Einn daginn leitaði Jóhanna til læknis vegna síendurtekinna kvíðakasta. Læknirinn mælti með Xanax, róandi lyfi. „Það var síðan tekið strax á morgnana, til að halda mér rólegri þar til að ég var búin að sækja börnin úr skólanum upp úr klukkan þrjú. Á leiðinni heim úr skólanum var ég vön að spyrja þau hvort það væru einhver heimaverkefni eða eitthvað sem ég þyrfti að hjálpa þeim með, svo ég gæti skipulagt drykkjuna í kringum það. Síðan byrjaði „happy hour“ hjá mér. Og stundum var ég meira að segja byrjuð að drekka áður en þau voru búin í skólanum.“ Jóhanna rifjar upp augnablik, þegar sonur hennar var sjö ára gamall og var inni í stofu að horfa á sjónvarpið á meðan mamma hans drakk. Hann sagði við hana: „I wish I was back in school.“ Hann vildi frekar vera í skólanum heldur en heima hjá sér. Ókunnug manneskja í speglinum Hún lýsir því hvernig líf hennar var komið í algjöran vítahring á þessum tíma. Hún drakk og innbyrti síðan Xanax eins og sælgæti. „Ég titraði öll og skalf á morgnana. Ég ældi yfirleitt eftir fyrsta sopann, en lét mig svo bara hafa það og hélt áfram að drekka. Ég hafði notað áfengi og pillur til að deyfa mig, en þarna var það hætt að virka. Ég gleymi því aldrei þegar ég leit í spegilinn einn daginn. Ég þekkti ekki manneskjuna sem var að horfa á mig til baka. Það var ekkert líf í augunum á þessari manneskju, augun voru bara dauð. Ég fæ enn martraðir tengdar þessu augnabliki. Maðurinn minn vildi að ég hætti og börnin grátbáðu mig að hætta en ég gat það ekki. En ég vissi ekki hvernig ég ætti að hætta. Ég hugsaði þetta alltaf þannig að það væru hin og þessi mál, aðstæður í mínu lífi sem ég þyrfti að taka á og þegar ég væri búin að því, þá fyrst ætlaði ég að verða edrú. En auðvitað hefði ég átt að setja „verða edrú“ í fyrsta sæti á listanum. Ég sá það ekki fyrr en seinna. Af því að áfengið og pillurnar voru rótin að öllum hinum vandamálunum. Um leið og ég horfðist í augu við það vandamál þá féll allt hitt niður, eins og dómínó kubbar.“ Leiðin lá hratt niður á niður á við eftir að Jóhanna ánetjaðist Xanax.Aðsend Blessun í dulargervi Einn daginn vaknaði Jóhanna upp á spítala. Hún hafði innbyrt of stóran skammt af pillum. Þetta var botninn. „Ég var í afvötnun, eða „detox“ í fjóra daga og síðan var mælt með að ég færi í meðferð. En ég vildi það ekki. Ég var, og hafði alltaf verið svo hrædd um hvað myndi verða um börnin mín ef ég færi í meðferð. Ég var svo hrædd um að þetta myndi enda þannig að maðurinn minn skilja við mig og taka af mér börnin mín og myndi aldrei sjá þau framar. Ég vildi fyrst prófa að fara á AA fundi, sem ég gerði strax fyrsta daginn.” Hún rifjar upp fyrsta fundinn. „Fína konan úr stóra fína húsinu með tvo bíla í innkeyrslunni“, eins og Jóhanna lýsir sjálfri sér, var nú allt í einu komin í sal með „eintómum fyllibyttum og eiturlyfjaneytendum.” „Það var kvöldfundur og fáar manneskjur. Og mér leið alveg hræðilega illa. Ég vildi ekki vera þarna, horfði bara niður á gólfið og taldi skítablettina á teppinu. Það var þá sem ég heyrði fyrst þessa setningu: „Don't drink today and come back tomorrow.“ Sem ég gerði. Ég mætti strax næsta morgun á fund. Það var fullur salur og fólk vildi endilega vera að bjóða mig velkomna og faðma mig, sem ég var lítið fyrir. Ég heyrði oft sagt að maður ætti að fara á níutíu fundi á níutíu dögum. Ég horfði í kringum mig og hugsaði: „Það er ekki nóg að ég sitji hérna í herbergi með fullt af fyllibyttum og eiturlyfjaneytendum heldur eru allir hérna vitlausir líka, og kunna ekki að reikna. Níutíu fundir á níutíu dögum! Af hverju ekki þrír fundir á dag í þrjátíu daga og þá er ég bara búin að með þetta?” En ég hélt áfram að mæta, dag eftir dag, og fór á þrjá fundi á dag. Og fljótlega fór ég að hleypa fólki að mér, nema til að faðma mig. Smám saman fór mér að líða betur og hnúturinn í maganum var næstum farinn. Ég fór að kynnast fólkinu betur og taka þátt. Og þetta gerði ég lengi.” Ekki leið á löngu þar til hjónaband Jóhönnu og eiginmanns hennar rann út í sandinn. Skilnaðurinn var blessun í dulargervi. „Hann vildi ekki hætta að drekka og fannst AA bara vera einhver heilaþvottur og þvæla. Eftir að ég varð edrú sá ég enn betur hvað ástandið var orðið helsjúkt, og ég sá manninn minn og hjónabandið alveg í nýju ljósi. Þegar við skildum þá var það okkur báðum til góðs.“ Þegar Jóhanna var búin að vera edrú í níutíu daga byrjaði hún að fara ásamt öðrum meðlimum og halda AA fundi á meðferðarheimilum, þar sem hún deildi sinni eigin sögu. Það gaf henni mikið. „Þegar ég hitti fólkið þar inni, og ræddi við það, þá rann upp fyrir mér að ég gat ekki hugsað mér að vera sjálf í þeirra sporum, það er að segja aftur. Þetta var svo jákvæð og falleg keðjuverkun sem skapaðist þarna.“ Mikilvægt að fyrirgefa sjálfum sér Jóhanna fagnar átján ára edrúafmæli núna í ár. Hún tekur fram að seinustu átján ár hafi svo sannarlega ekki verið dans á rósum. Allir þeir sem eru að berjast, eða hafa barist við fíkn viti hversu auðvelt það getur verið að renna á svellinu og fara aftur í sama farið. Ekki síst þegar álag eða áföll dynja yfir. Hún gekk á sínum tíma í gegnum röð áfalla, sem reyndi svo sannarlega á þolrifin. Hún missti foreldra sína með nokkurra ára millibili, og systur sína einnig. „Eldri systir mín, sem bjó í Flórída fannst látin heima hjá sér. Hún var ekki nema 62 ára. Hjartað hennar hafði gefið sig. Og ég man að ég hugsaði með mér: Hvað á ég eiginlega að gera? Ég hafði ekki verið í þessum aðstæðum áður. Og þá kom þessi hugsun: að drekka. Það var það eina sem ég kunni til að meðhöndla sjálfa mig. Þessi tími reyndi svakalega mikið á. En einhvern veginn fann ég styrk til að halda áfram.“ Jóhanna vonast til að geta hjálpað öðrum með því að deila sinni sögu. Jóhanna kynntist núverandi eiginmanni sínum í gegnum fundina hjá AA. Hann er búinn að vera edrú í 36 ár og þau styðja hvort annað. „Ég sæki ennþá fundi, því árin sem þú ert edrú skipta engu ef þú vinnur ekkert í sjálfum þér. Í dag líður mér vel. Ég á þrjú yndisleg börn og þrjár frábæra ömmustelpur. Ég er gift frábærum manni og er í góðu starfi.” Fyrr á árinu birti Jóhanna brot úr sögu sinni í færslu á facebook. Hún vonar að hennar frásögn muni hugsanlega gagnast einhverjum öðrum þarna úti. Einstaklingum sem eru að berjast við fíkn en hafa kannski fordóma gagnvart 12 spora samtökum, eða þá fordóma fyrir sjálfum sér. „Ég hélt áður fyrr að það væri betra að deyja en að gefa áfengi upp á bátinn. Ég vona að mín saga geti sýnt öðrum fram á að þetta er í alvörunni hægt, ef maður er tilbúinn til að taka ábyrgð á sjálfum sér, og það sem meira er, sýna sjálfum sér mildi. Fyrirgefa sjálfum sér.” Íslendingar erlendis Fíkn Bandaríkin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Unnið á virkum dögum og djammað um helgar Jóhanna ólst upp í pínulitlu sjávarplássi suður með sjó, örverpið í hópi þriggja systkina. „Það voru ákveðin forréttindi að alast uppi úti á landi, á þessum tíma. Það var svo mikið frelsi. Við lékum okkur úti allan daginn og vorum oftast ekki komin inn fyrr en rétt undir miðnætti.“ Þetta var á áttunda og níunda áratug seinustu aldar og lífið í þorpinu snerist að miklu leyti um fiskvinnslu. Um helgar var drukkið stíft og á virkum dögum var unnið hörðum höndum. Það var „normið“ eins og Jóhanna orðar það. Hún byrjaði snemma að vinna í fiski, eins og venjan var. „Ég byrjaði sjálf að drekka snemma á táningsaldri, ekkert mikið, bara þetta venjulega. Svo var djammað um helgar og unnið þess á milli.” Húsmóðir í Kaliforníu Árið 1992 var Jóhanna orðin tveggja barna einstæð móðir og starfaði á skrifstofunni á Keflavíkurflugvelli. Þar komst hún í kynni var ungan bandarískan mann; liðsforingja í sjóhernum sem hafði verið sendur til Íslands. Einn daginn bauð hann henni út að borða og þar með var ekki aftur snúið. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, parið lét pússa sig saman í Las Vegas og kom sér síðan fyrir í San Diego í Kaliforníu þar sem eiginmaður Jóhönnu hélt áfram að gegna herþjónustu. Eldri dóttir Jóhönnu hafði orðið eftir hjá foreldrum Jóhönnu á Íslandi, en sú yngri flutti með þeim út og eiginmaður Jóhönnu ættleiddi hana seinna meir. Lífið í Kaliforníu var ljúft, sól og hiti alla daga og fjölskyldan bjó í fínu og öruggu hverfi. Jóhanna var heimavinnandi húsmóðir og skorti ekkert. „En mér leiddist voðalega mikið þarna fyrstu árin, enda var ég ekki að vinna og var að mestu leyti bara ein heima með stelpuna mína á daginn. Og þá fór drykkjan að aukast, einn og einn bjór á kvöldin og svo vatt það upp á sig. Ég drakk nú reyndar bara annan hvern dag, mér þótti vont að vera þunn. Smátt og smátt byrjaði drykkjan að færast i aukana og svo daglega. Ólíkt Íslandi þá var áfengi ódýrt í Bandaríkjunum og það var hægt að kaupa það allstaðar; í matvöruverslunum og á bensín stöðum. Ég komst upp á lagið með að kaupa mér stórt veski, tók svo strætó í „mollið“ og keypti fullt af áfengi sem ég gat komið fyrir í veskinu og tekið með heim. Þannig gat ég falið drykkjuna fyrir eiginmanninum. Seinna meir fékk ég vinnu hjá tölvufyrirtæki; byrjaði að vinna á símanum og færði mig síðan yfir í bókhaldið. Maðurinn minn var í eitt skipti sendur í burtu í sex mánuði, til Persaflóans, og ég var ein eftir með stelpuna okkar og var að vinna. Ég var það sem kallað er „functional alchoholic“, drakk á kvöldin og mætti í vinnunna á daginn. Sótti stelpuna í dagvistun eftir vinnu og kom við í búð á leiðinni heim til kaupa meira hvítvín. Ég keypti alltaf ís eða eitthvað handa dóttur minni í leiðinni, svona til að sefa samviskubitið.“ Aðsend „Happy hour” hófst að loknum skóladegi barnanna Þar sem að eiginmaður Jóhönnu var í hernum þá fylgdu því tíðir flutningar á milli fylkja. „En mér fannst mér það bara fínt. Mér fannst nefnilega eins og vinir mínir og nágrannar væru farnir að taka eftir drykkjunni hjá mér. Þá var gott að geta byrjað uppá nýtt á nýjum stað, eignast nýja nágranna og nýja vini. Árið 1997 varð ég ófrísk að syni okkar. Ég drakk ekkert á meðgöngunni og gat þess vegna talið mér trú um að ég væri sko ekki neinn alki, ekki fyrst að ég gat stoppað þarna. Svo byrjaði ég auðvitað aftur að drekka um leið og ég gat. Síðasti flutningur var svo árið 1998, þegar við fluttum frá Delaware til Pensylvaníu. Þá ákvað ég að vera ekkert að kynnast nýjum vinum né nágrönnum, enda drakk ég alltaf ein heima við eldhúsborðið. Sat, drakk og talaði í símann.” Einn daginn leitaði Jóhanna til læknis vegna síendurtekinna kvíðakasta. Læknirinn mælti með Xanax, róandi lyfi. „Það var síðan tekið strax á morgnana, til að halda mér rólegri þar til að ég var búin að sækja börnin úr skólanum upp úr klukkan þrjú. Á leiðinni heim úr skólanum var ég vön að spyrja þau hvort það væru einhver heimaverkefni eða eitthvað sem ég þyrfti að hjálpa þeim með, svo ég gæti skipulagt drykkjuna í kringum það. Síðan byrjaði „happy hour“ hjá mér. Og stundum var ég meira að segja byrjuð að drekka áður en þau voru búin í skólanum.“ Jóhanna rifjar upp augnablik, þegar sonur hennar var sjö ára gamall og var inni í stofu að horfa á sjónvarpið á meðan mamma hans drakk. Hann sagði við hana: „I wish I was back in school.“ Hann vildi frekar vera í skólanum heldur en heima hjá sér. Ókunnug manneskja í speglinum Hún lýsir því hvernig líf hennar var komið í algjöran vítahring á þessum tíma. Hún drakk og innbyrti síðan Xanax eins og sælgæti. „Ég titraði öll og skalf á morgnana. Ég ældi yfirleitt eftir fyrsta sopann, en lét mig svo bara hafa það og hélt áfram að drekka. Ég hafði notað áfengi og pillur til að deyfa mig, en þarna var það hætt að virka. Ég gleymi því aldrei þegar ég leit í spegilinn einn daginn. Ég þekkti ekki manneskjuna sem var að horfa á mig til baka. Það var ekkert líf í augunum á þessari manneskju, augun voru bara dauð. Ég fæ enn martraðir tengdar þessu augnabliki. Maðurinn minn vildi að ég hætti og börnin grátbáðu mig að hætta en ég gat það ekki. En ég vissi ekki hvernig ég ætti að hætta. Ég hugsaði þetta alltaf þannig að það væru hin og þessi mál, aðstæður í mínu lífi sem ég þyrfti að taka á og þegar ég væri búin að því, þá fyrst ætlaði ég að verða edrú. En auðvitað hefði ég átt að setja „verða edrú“ í fyrsta sæti á listanum. Ég sá það ekki fyrr en seinna. Af því að áfengið og pillurnar voru rótin að öllum hinum vandamálunum. Um leið og ég horfðist í augu við það vandamál þá féll allt hitt niður, eins og dómínó kubbar.“ Leiðin lá hratt niður á niður á við eftir að Jóhanna ánetjaðist Xanax.Aðsend Blessun í dulargervi Einn daginn vaknaði Jóhanna upp á spítala. Hún hafði innbyrt of stóran skammt af pillum. Þetta var botninn. „Ég var í afvötnun, eða „detox“ í fjóra daga og síðan var mælt með að ég færi í meðferð. En ég vildi það ekki. Ég var, og hafði alltaf verið svo hrædd um hvað myndi verða um börnin mín ef ég færi í meðferð. Ég var svo hrædd um að þetta myndi enda þannig að maðurinn minn skilja við mig og taka af mér börnin mín og myndi aldrei sjá þau framar. Ég vildi fyrst prófa að fara á AA fundi, sem ég gerði strax fyrsta daginn.” Hún rifjar upp fyrsta fundinn. „Fína konan úr stóra fína húsinu með tvo bíla í innkeyrslunni“, eins og Jóhanna lýsir sjálfri sér, var nú allt í einu komin í sal með „eintómum fyllibyttum og eiturlyfjaneytendum.” „Það var kvöldfundur og fáar manneskjur. Og mér leið alveg hræðilega illa. Ég vildi ekki vera þarna, horfði bara niður á gólfið og taldi skítablettina á teppinu. Það var þá sem ég heyrði fyrst þessa setningu: „Don't drink today and come back tomorrow.“ Sem ég gerði. Ég mætti strax næsta morgun á fund. Það var fullur salur og fólk vildi endilega vera að bjóða mig velkomna og faðma mig, sem ég var lítið fyrir. Ég heyrði oft sagt að maður ætti að fara á níutíu fundi á níutíu dögum. Ég horfði í kringum mig og hugsaði: „Það er ekki nóg að ég sitji hérna í herbergi með fullt af fyllibyttum og eiturlyfjaneytendum heldur eru allir hérna vitlausir líka, og kunna ekki að reikna. Níutíu fundir á níutíu dögum! Af hverju ekki þrír fundir á dag í þrjátíu daga og þá er ég bara búin að með þetta?” En ég hélt áfram að mæta, dag eftir dag, og fór á þrjá fundi á dag. Og fljótlega fór ég að hleypa fólki að mér, nema til að faðma mig. Smám saman fór mér að líða betur og hnúturinn í maganum var næstum farinn. Ég fór að kynnast fólkinu betur og taka þátt. Og þetta gerði ég lengi.” Ekki leið á löngu þar til hjónaband Jóhönnu og eiginmanns hennar rann út í sandinn. Skilnaðurinn var blessun í dulargervi. „Hann vildi ekki hætta að drekka og fannst AA bara vera einhver heilaþvottur og þvæla. Eftir að ég varð edrú sá ég enn betur hvað ástandið var orðið helsjúkt, og ég sá manninn minn og hjónabandið alveg í nýju ljósi. Þegar við skildum þá var það okkur báðum til góðs.“ Þegar Jóhanna var búin að vera edrú í níutíu daga byrjaði hún að fara ásamt öðrum meðlimum og halda AA fundi á meðferðarheimilum, þar sem hún deildi sinni eigin sögu. Það gaf henni mikið. „Þegar ég hitti fólkið þar inni, og ræddi við það, þá rann upp fyrir mér að ég gat ekki hugsað mér að vera sjálf í þeirra sporum, það er að segja aftur. Þetta var svo jákvæð og falleg keðjuverkun sem skapaðist þarna.“ Mikilvægt að fyrirgefa sjálfum sér Jóhanna fagnar átján ára edrúafmæli núna í ár. Hún tekur fram að seinustu átján ár hafi svo sannarlega ekki verið dans á rósum. Allir þeir sem eru að berjast, eða hafa barist við fíkn viti hversu auðvelt það getur verið að renna á svellinu og fara aftur í sama farið. Ekki síst þegar álag eða áföll dynja yfir. Hún gekk á sínum tíma í gegnum röð áfalla, sem reyndi svo sannarlega á þolrifin. Hún missti foreldra sína með nokkurra ára millibili, og systur sína einnig. „Eldri systir mín, sem bjó í Flórída fannst látin heima hjá sér. Hún var ekki nema 62 ára. Hjartað hennar hafði gefið sig. Og ég man að ég hugsaði með mér: Hvað á ég eiginlega að gera? Ég hafði ekki verið í þessum aðstæðum áður. Og þá kom þessi hugsun: að drekka. Það var það eina sem ég kunni til að meðhöndla sjálfa mig. Þessi tími reyndi svakalega mikið á. En einhvern veginn fann ég styrk til að halda áfram.“ Jóhanna vonast til að geta hjálpað öðrum með því að deila sinni sögu. Jóhanna kynntist núverandi eiginmanni sínum í gegnum fundina hjá AA. Hann er búinn að vera edrú í 36 ár og þau styðja hvort annað. „Ég sæki ennþá fundi, því árin sem þú ert edrú skipta engu ef þú vinnur ekkert í sjálfum þér. Í dag líður mér vel. Ég á þrjú yndisleg börn og þrjár frábæra ömmustelpur. Ég er gift frábærum manni og er í góðu starfi.” Fyrr á árinu birti Jóhanna brot úr sögu sinni í færslu á facebook. Hún vonar að hennar frásögn muni hugsanlega gagnast einhverjum öðrum þarna úti. Einstaklingum sem eru að berjast við fíkn en hafa kannski fordóma gagnvart 12 spora samtökum, eða þá fordóma fyrir sjálfum sér. „Ég hélt áður fyrr að það væri betra að deyja en að gefa áfengi upp á bátinn. Ég vona að mín saga geti sýnt öðrum fram á að þetta er í alvörunni hægt, ef maður er tilbúinn til að taka ábyrgð á sjálfum sér, og það sem meira er, sýna sjálfum sér mildi. Fyrirgefa sjálfum sér.”
Íslendingar erlendis Fíkn Bandaríkin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira