Erlent

Fréttamynd

Lokuð flugbraut

Stærsta flugfélag Spánar, Iberia, þurfti í dag að fresta öllu áætlunarflugi til Barselóna þar sem 2000 starfsmenn flugvallarins lokuðu einni flugbrautinni á öðrum stærsta flugvelli Spánar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skapa frið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið.

Innlent
Fréttamynd

Blair og Bush funda um stríðið í Líbanon

Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Svíar um fjórðungur nýnema í læknisfræði

Svíar eru um fjórðungur allra þeirra sem fá inngöngu í læknanám í Danmörku í haust. Fréttavefur danska ríkissjónvarpsins greinir frá því að rúmlega 1.100 manns munu verða teknir inn í læknanám í haust í Danmörku. Mörgum þykir hlutfall Svía vera hátt en Í Kaupmannahöfn munu Svíar verða rúmlega 40% nýnema í læknanáminu. Ástæður þessa eru að íbúum landa Evrópusambandsins eru frjálst að sækja um skólavist í öðru landi en heimalandi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Olmert sýndur sem nasisti

Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels á Noregi og Íslandi, hefur lagt fram kvörtun við Blaðamannafélag Noregs vegna skopmyndar sem birtist í norska blaðinu Dagbladet. Myndin sýndi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sem foringja í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og vísaði til árása Ísraela á Palestínumenn á Gaza-svæðinu. Hún birtist hinn 10. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán þúsund manna varalið kallað út

Ekkert dró úr átökum milli Ísraelshers og Hizbollah skæruliða í suðurhluta Líbanon í nótt. Ísraelsher hefur nú kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorka til Indverja

Bandaríkjaþing samþykkti sölu á kjarnorku til Indverja, sem fá aukið svigrúm til vopnaframleiðslu og skrifa ekki undir bann við útbreiðslu kjarnavopna. Hætta á vopnakapphlaupi.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída boðar árásir

Ayman al-Zawahri, Egyptinn sem sagður er standa næst Osama bin Laden að völdum í al-Kaída, hótaði í árásum um heim allan í ávarpi á myndbandi, sem sýnt var í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelski herinn ritskoðaði fréttir

Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar fengu ekki grænt ljós

Í gær sagði Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, að þar sem engin niðurstaða fékkst á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon, sem haldin var í Róm á miðvikudag, þá hljóti Ísraelar að líta svo á að þeir hafi fengið „grænt ljós“ til þess að halda áfram árásum sínum „þangað til Hizbollah hefur verið hrakið frá Líbanon og afvopnað“.

Erlent
Fréttamynd

Mesta raunlækkun í átta ár

Atvinnuleysi í Noregi mældist 2,8 prósent í júlí og hækkaði örlítið milli mánaða, úr 2,6 prósentum júnímánaðar. Töluverð lækkun hefur þó orðið síðan í fyrra, en þá mældist 3,7 prósenta atvinnuleysi í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Börn ákærð vegna morðs

Fimm skólabörn á Grikklandi á aldrinum 12 og 13 ára hafa verið ákærð fyrir morð á ellefu ára dreng, Alex Mechisvili, sem hefur verið saknað frá því í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Hafa ekki heimild fyrir árásum

Evrópusambandið tilkynnti nú undir kvöld að Ísraelar færu villu vegar ef þeir teldu sig hafa heimild fyrir áframhaldandi árásum á Líbanon eftir fund utanríkisráðherra í Róm í gær. ESB segir að árásirnar verði að hætta tafarlaust en Ísraelar eru ekki á þeim buxunum.

Erlent
Fréttamynd

Kjósa í fyrsta sinn

25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa.

Innlent
Fréttamynd

Zeppelin fundið

Pólski sjóherinn hefur fundið þýska flugvélamóðurskipið Graf Zeppelin á sjávarbotni. Það hefur verið týnt í tæp sextíu ár og hafa örlög þess verið hjúpuð leyndardómi.

Innlent
Fréttamynd

Floyd Landis féll á lyfjaprófi

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis féll á lyfjaprófi sem hann fór í eftir 17. áfanga Frakklandshjólreiðanna á dögunum eftir að óeðlilega hátt magn testósteróns fannst í sýni sem tekið var úr honum. Talsmenn hjólreiðakappans segja þessa niðurstöðu koma verulega á óvart, en sýni svokallað B-sýni sömu niðurstöðu, á hann von á að verða sviptur titli sýnum og rekinn frá liði sínu Phonak.

Sport
Fréttamynd

Óttast um eiturefnamengun í Norður-Ísrael

Óttast var að eiturefni myndu losna úti í andrúmslofið í bænum Kiryat Shemona í Norður-Ísrael í dag þegar flugskeyti Hizbollah skæruliða skall þar á efnaverksmiðju. Mikill eldur kviknaði og þykkan reyk lagði frá verksmiðjunni.

Erlent
Fréttamynd

Benz hagnast en Chrysler tapar

Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Réttarhöldunum yfir Saddam lokið

Dómur yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, er væntanlegur sextánda október næstkomandi en réttarhöldum yfir honum og sjö öðrum lauk í dag. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur.

Erlent
Fréttamynd

Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon

Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon þar til Hizbollah-samtökin hafi verið upprætt. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Næstráðandi í al-Kaída hvetur múslima til að berjast

Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima til að berjast saman gegn því sem hann kallar krossferð síonista gegn Líbanon, Palestínumönnum og öðrum ríkjum múslima. Þetta kemur fram í myndbandi sem arabíska fréttastöðin Al Jazeera birti fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Næsti Tiger Woods kominn fram?

Bandarískur drengur á þriðja ári gæti hæglega orðið næsti Tiger Woods í golfinu ef hann heldur áfram að æfa sig. Brayden Bozak er ef til vill sá yngsti í heimi til að leggja stund á golf og það kemur líkast til á óvart að hann sveiflar kylfunni eins og atvinnumaður.

Erlent
Fréttamynd

Blóðbaðið í Írak heldur áfram

Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns hafa beðið bana í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í morgun. Fjörutíu og fimm liggja sárir eftir árásirnar að sögn Reuters-fréttastofunnar, en AP segir allt upp í 153 hafa særst.

Erlent
Fréttamynd

Shell skilaði góðum hagnaði

Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einn maður í lífshættu eftir hnífsstungu

Einn maður er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og vinnufélaga hans á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn í nótt. Á Fréttavef Politiken segir að átök hafi brotist út um við skemmtistaðinn milli þriggja dyravarða og fjölda manna sem enduðu með því að tveir þeirra voru stungnir með hníf. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í tengslum við málið sem er í rannsókn.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir þrömmuðu um götur Kænugarðs

Þúsundir manna þrömmuðu um götur Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær til að sýna hugsanlega verðandi forsætisráðherra landsins, Viktor Janúkóvitsj, stuðning. Fylking hans vann flest sæti í þingkosningunum í Úkraínu fyrr á árinu og var Janúkóvitsj í framhaldinu tilnefndur sem næsti forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

16 farast í þyrluslysi

Sextán biðu bana þegar herþyrla hrapaði til jarðar í suðausturhluta Afganistans í nótt. Enginn um borð lifði af en bæði bandarískir hermenn, og hermenn af öðru þjóðerni, voru í þyrlunni. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði.

Erlent