Erlent

Olmert sýndur sem nasisti

Miryam Shomrat
Sendiherra Ísraels á Íslandi og í Noregi.
Miryam Shomrat Sendiherra Ísraels á Íslandi og í Noregi. MYND/Villi

Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels á Noregi og Íslandi, hefur lagt fram kvörtun við Blaðamannafélag Noregs vegna skopmyndar sem birtist í norska blaðinu Dagbladet. Myndin sýndi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sem foringja í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og vísaði til árása Ísraela á Palestínumenn á Gaza-svæðinu. Hún birtist hinn 10. júlí.

Sagði Shomrat að til greina kæmi að kæra birtingu myndarinnar og sagðist vænta afsökunarbeiðni. Ritstjóri Dagbladet segir skopmyndina vera innan marka tjáningarfrelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×