Erlent

Norður-Kóreumenn ætla ekki að ræða kjarnorkudeiluna

Leiðtogar Suðausturasíuríkja taka höndum saman á ráðstefnunni í Kuala Lumpur.
Leiðtogar Suðausturasíuríkja taka höndum saman á ráðstefnunni í Kuala Lumpur. MYND/AP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu ætla ekki að taka þátt í viðræðum um kjarnorkudeilu sína við vesturveldin á ráðstefnu samtaka Suðausturasíuríkja sem nú er haldin í Kuala Lumpur í Malasíu. Ræddur hafði verið sá möguleiki að fulltrúar sex ríkja, sem áður hafa staðið í viðræðum vegna deilunnar, myndu hittast á sérstökum fundi meðan á ráðstefnunni stendur. Því hafa stjórnvöld í Pyongyang nú hafnað.

Fulltrúi Norður-Kóreumanna sagði að Bandaríkjamenn yrðu að láta af refsiaðgerðum ef viðræður ættu að hefjast á ný. Þau ríki sem komið hafa að viðræðunum, auk Norður-Kóreu, telja mikilvægt að koma þeima af stað á ný, sérstaklega í ljósi eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pyongyang fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×