Erlent

Óttast um eiturefnamengun í Norður-Ísrael

Reykur liðast um borgina Kiryat Shemona í N-Ísrael eftir sprengingar þar í vikunni.
Reykur liðast um borgina Kiryat Shemona í N-Ísrael eftir sprengingar þar í vikunni. MYND/AP

Óttast var að eiturefni myndu losna úti í andrúmslofið í bænum Kiryat Shemona í Norður-Ísrael í dag þegar flugskeyti Hizbollah skæruliða skall þar á efnaverksmiðju. Mikill eldur kviknaði og þykkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Skömmu síðar var ljóst að engin hætta var á mengun. Engan sakaði þar sem enginn var í verksmiðjunni þegar árásin var gerð. Fjörutíu og átta flugskeytum hefur verið skotið á Ísrael það sem af er degi, og rúmlega fjórtán þúsund síðan átök hófust fyrir rúmum hálfum mánuði. Ísrelar hafa svarað með nánast linnulausum árásum á skotmörk í Suður-Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×