Erlent

Næsti Tiger Woods kominn fram?

Patrick Akaniroj, 6 ára, á golfmóti í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í fyrradag. Brayden Bozak er rúmum þremur árum yngri en Patrick og þykir með þeim efnilegri sem komið hafa fram innan golfíþróttarinnar.
Patrick Akaniroj, 6 ára, á golfmóti í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í fyrradag. Brayden Bozak er rúmum þremur árum yngri en Patrick og þykir með þeim efnilegri sem komið hafa fram innan golfíþróttarinnar. MYND/AP

Bandarískur drengur á þriðja ári gæti hæglega orðið næsti Tiger Woods í golfinu ef hann heldur áfram að æfa sig. Brayden Bozak er ef til vill sá yngsti í heimi til að leggja stund á golf og það kemur líkast til á óvart að hann sveiflar kylfunni eins og atvinnumaður. Brayden segist vona að hann geti farið út í atvinnumennskuna áður en hann lýkur grunnskóla. Brayden kann að vera góður í golfi en hann drekkur þó enn úr pela og gengur um með bleyju. Faðir Braydens segist ekki vilja þrýsta um of á strákinn sinn en segir að vel verði fylgst með því hvernig leikur hans þróast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×