Erlent

Ísraelar fengu ekki grænt ljós

Beðið eftir strætó
Ísraelskir hermenn lesa dagblöðin.
Beðið eftir strætó Ísraelskir hermenn lesa dagblöðin. MYND/AP

Í gær sagði Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, að þar sem engin niðurstaða fékkst á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon, sem haldin var í Róm á miðvikudag, þá hljóti Ísraelar að líta svo á að þeir hafi fengið „grænt ljós“ til þess að halda áfram árásum sínum „þangað til Hizbollah hefur verið hrakið frá Líbanon og afvopnað“.

Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sagði þessa túlkun Ísraela á niðurstöðu ráðstefnunnar vera alranga. Hann talaði þar fyrir hönd Evrópusambandsins, þar sem Finnland fer nú með formennsku í framkvæmdastjórn þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×