Ástin og lífið

Fréttamynd

Tanja Ýr eignaðist dreng

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa eignast þeirra fyrsta barn. Tanja Ýr fæddi dreng þann 23. janúar og segir að hún og Ryan gætu ekki verið heppnari.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Lífið
Fréttamynd

Þorir loksins að hlusta á út­varpið í bíl mömmu sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður og rithöfundur er orðinn óhræddur við að kveikja á útvarpinu í bílnum. Hann fékk bílpróf fyrir rúmum þremur árum síðan, segist vera afleitur ökumaður og keyrði lengi vel í þögninni einni. Vinnufélagi segir hann hafa stórbætt sig frá því hann hafi varla þorað að keyra út úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Svala slær sér upp

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins

Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.

Lífið
Fréttamynd

Fann ástina og setur í­búðina á sölu

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Brilljant hug­myndir fyrir bóndadaginn

Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 24. janúar og nú er heldur betur stutt í hann. Á þessum degi er hefð fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan finnur þú hugmyndir að notalegum samverustundum og sem ættu að gleðja ást­ina þína, það er ekki seinna vænna að fara að velta þessu fyrir sér! 

Lífið
Fréttamynd

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangin í eitt ár og flutt inn saman

Lífið virðist leika við kærustuparið, Freyju Har­alds­dótt­uir, baráttukonu og doktorsnema við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og Dav­id Agyenim Boa­teng, nem­anda við Há­skóla Íslands. Parið fagnaði árs sambandsafmæli sínu í byrjun október og er nú flutt inn saman

Lífið
Fréttamynd

Heiðar Logi og Anný orðin for­eldrar

Heiðar Logi Elíasson, brimbrettakappi og smiður, og kærasta hans Anný Björk Arnardóttir eignuðust stúlku þann 18. desember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“

„Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tán árum fagnað í sólinni

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson,forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans, fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Gucci og glæsi­leiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru í rómantísku fríi á Ítalíu. Parið eyddi fyrsta degi ferðalagsins í Flórens og eru nú komin til Rómaborgar þar sem þau drekka í sig ítalska menningu.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Ernu Mistar og Þor­leifs Arnar fædd

Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna.

Lífið
Fréttamynd

Nicola Sturgeon orðin ein­hleyp

Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Sagði engum frá nema fjöl­skyldunni

Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist.

Lífið
Fréttamynd

Hringur á fingur og pabbi hefur trölla­trú

Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns.

Lífið
Fréttamynd

Heitasti leikarinn í Hollywood

Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn

Sonur hjónanna, Gretu Salóme Stefánsdóttur tónlistarkonu og Elvars Þórs Karlssonar, var skírður við fallega athöfn liðna helgi. Drengurinn fékk nafnið Sólmundur. Frá þessu greinir Greta í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum

„Ég upplifði drauminn þegar ég fékk að dansa á Þjóðhátíð með Patrik Atlasyni og draumurinn var toppaður þegar ég dansaði á fimm tónleikum með Iceguys í Laugardalshöll núna í desember,“ segir Sóley Bára Þórunnardóttir viðtali við Makamál.

Makamál