

Stjórn Landssambands lögreglumanna mun funda í dag og ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna. Fjölnir Sæmundsson, formaður sambandsins, segir skoðanir skiptar á almennum vopnaburði lögreglumanna.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020.
Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum.
Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði.
Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni.“
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 100 þúsund króna í skaðabætur fyrir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl í mars á síðasta ári. Manninum var annars ekki gerð sérstök refsing í málinu.
Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar.
Ökumaður bíls sem valt á Bugavegi í Rangárþingi ytra í síðustu viku sat fastur í skurði í klukkutíma, þar sem hann gat ekki látið vita af sér.
Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.
Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður.
Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna.
Eins og kunnugt er þá hefur Lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að hætta á Facebook en á sama tíma hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að halda áfram á Facebook. En hvað ætlar Lögreglan á Suðurlandi að gera?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.
Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta.
Tilkynningar um ofbeldisbrot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Langflest ofbeldisbrota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.
Lítil umferð var á höfuðborgarsvæðinu í dag en lögreglan segir að fáir hafi verið á ferli miðað við það sem almennt mætti gera ráð fyrir á Þorláksmessu. Færð hafi verið góð og almenningur hafi líklega verið fyrr á ferðinni í jólaundirbúningi þetta árið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti almenningi innsýn í störf sín á Twitter í nótt, þar sem hún tísti um hvert verkefni og tilkynningu sem henni barst. Talsvert var um að vera og voru verkefnin samtals 73. Töluvert var um ölvun og ofbeldi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast.
Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi.
Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga.
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland.
Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér.
Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu.
Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra.
Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni.