Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 15:43 Söru Maríu, helsta skipuleggjanda ráðstefnunnar, verður að ósk sinni: Laganna verðir ætla að mæta á svæðið. Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“ Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“
Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00