Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 15:43 Söru Maríu, helsta skipuleggjanda ráðstefnunnar, verður að ósk sinni: Laganna verðir ætla að mæta á svæðið. Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“ Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“
Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00