Rak höfuðið í lögreglubíl við störf og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 14:16 Lögreglumaðurinn var við störf er slysið varð. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða lögreglumanni sem slasaðist er hann rak höfuðið í þegar hann settist í lögreglubíl tæpar sex milljónir í bætur vegna slyssins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mannsins gegn ríkinu. Umræddur lögreglumaður var við störf við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl 2019 þegar slysið varð. Umræddan dag stóð yfir æfingu lögreglu á bryggjunni við Vatnsnesvík í Reykjanesbæ. Lögreglumaðurinn hafði það hlutverk að aka hring um höfnina og koma línu til félaga sinna sem voru við æfingar í sjónum. Sagðist lögreglumaðurinn hafa verið klæddur skotheldu vesti sem hafi náð honum vel upp í háls og truflað höfuðhreyfingar hans og getu til að athafna sig í lögreglubílnum, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að lögreglumaðurinn sé yfir tveir metrar á hæð. Fylgdist með æfingunni Hann hafi fylgst með æfingu félaga sinna en að henni lokinni hafi hann rekið höfuðið í þakkant lögreglubílsins þegar hann ætlaði að setjast inn í hann. Það hafði þær afleiðingar að endajaxl í neðri kjálka mannsins brotnaði við rót. Bólgnaði lögreglumaðurinn upp á hægri kinn. Engin vitni urðu að slysinu en lögreglumaðurinn leitaði strax til læknis og síðar tannlæknis sem byggði upp hina brotnu tönn. Er slysið varð hafði lögreglumaðurinn verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna einkenna fyrri áverka. Þremur dögum eftir slysið kom hann til sjúkraþjálfarans og lýsti verkjum í hálsi og höfði vegna höggsins sem hann hlaut í slyinu. Fór hann ítrekað til sjúkraþjálfara vegna sömu einkenna. Lögreglubílar. Ekki er tekið fram hvernig lögreglubíl lögreglumaðurinn rak höfuðið í.Vísir/Vilhelm Varanlegar afleiðingar slyssins voru metnar af lækni að höfðu samráði við íslenska ríkið. Var varanleg örorka mannsins vegna slyssins metin fimm prósent. Taldi læknirinn ljóst að höggið hafi verið það mikið að líklegra teljist en ekki að einkennin sem maðurinn lýsti hafi að nokkru leyti verið afleiðingar slyssins. Krafðist lögreglumaðurinn rúmrar einnar milljónar króna vegna varanlegs miska og 4,7 milljóna vegna varanlegrar orörku. Áður hafði maðurinn fengið 1,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyssins og var sú upphæð dregin frá kröfu mannsins. Taldi lögreglumaðurinn að íslenska ríkið bæri ábyrgð á tjóni hans á grundvelli ákvæðis í lögreglulögum um að ríkissjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Ríkið benti á meint aðgæsluleysi Íslenska ríkið hafnaði skaðabótagreiðslu í málinu og byggði á því að verulegur vafi væri á því að orsök væri á milli líkamstjóns mannsins og umrædds slyss. Var vísað í að lögreglumaðurinn hafi glímt við heilsubrest vegna umferðarslyss árið 2014. Þá taldi ríkið að það hlyti að teljast verulegt aðgæsluleysi af hálfu mannsins að hafa rekið höfuðuð í er hann settist inn í lögreglubílinn. Um æfingu hafi verið að ræða og engin tímapressa eða neyð fyrir hendi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lagt til grundvallar að maðurinn hafi verið að störfum sem lögreglumaður er slysið átti sér stað. Ríkið bæri þar af leiðandi bótaábyrgð. Þá hafi ekkert komið fram sem dregið gæti í efa frásögn lögreglumannsinns af slysinu auk þess sem að álitsgerð læknisins gerði skilmerkilega grein fyrir afleiðingum óhappsins. Teljast yrði sennilegt að umrætt högg hafi verið það þungt að það hafi haft þær afleiðingar sem haldið var fram fyrir dómi. Íslenska ríkið hafi einnig ekkert gert til að rökstyðja staðhæfingar sínar um hið gagnstæða. Þarf íslenska ríkið því að greiða manninum 5,8 milljónir króna, að frádregnum 1,5 milljónum króna sem þegar hafði verið greitt í bætur vegna málsins. Þá þarf ríkið að greiða 1,5 milljónir í málskostnað vegna málsins. Lögreglan Tryggingar Dómsmál Vinnuslys Reykjanesbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mannsins gegn ríkinu. Umræddur lögreglumaður var við störf við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl 2019 þegar slysið varð. Umræddan dag stóð yfir æfingu lögreglu á bryggjunni við Vatnsnesvík í Reykjanesbæ. Lögreglumaðurinn hafði það hlutverk að aka hring um höfnina og koma línu til félaga sinna sem voru við æfingar í sjónum. Sagðist lögreglumaðurinn hafa verið klæddur skotheldu vesti sem hafi náð honum vel upp í háls og truflað höfuðhreyfingar hans og getu til að athafna sig í lögreglubílnum, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að lögreglumaðurinn sé yfir tveir metrar á hæð. Fylgdist með æfingunni Hann hafi fylgst með æfingu félaga sinna en að henni lokinni hafi hann rekið höfuðið í þakkant lögreglubílsins þegar hann ætlaði að setjast inn í hann. Það hafði þær afleiðingar að endajaxl í neðri kjálka mannsins brotnaði við rót. Bólgnaði lögreglumaðurinn upp á hægri kinn. Engin vitni urðu að slysinu en lögreglumaðurinn leitaði strax til læknis og síðar tannlæknis sem byggði upp hina brotnu tönn. Er slysið varð hafði lögreglumaðurinn verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna einkenna fyrri áverka. Þremur dögum eftir slysið kom hann til sjúkraþjálfarans og lýsti verkjum í hálsi og höfði vegna höggsins sem hann hlaut í slyinu. Fór hann ítrekað til sjúkraþjálfara vegna sömu einkenna. Lögreglubílar. Ekki er tekið fram hvernig lögreglubíl lögreglumaðurinn rak höfuðið í.Vísir/Vilhelm Varanlegar afleiðingar slyssins voru metnar af lækni að höfðu samráði við íslenska ríkið. Var varanleg örorka mannsins vegna slyssins metin fimm prósent. Taldi læknirinn ljóst að höggið hafi verið það mikið að líklegra teljist en ekki að einkennin sem maðurinn lýsti hafi að nokkru leyti verið afleiðingar slyssins. Krafðist lögreglumaðurinn rúmrar einnar milljónar króna vegna varanlegs miska og 4,7 milljóna vegna varanlegrar orörku. Áður hafði maðurinn fengið 1,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyssins og var sú upphæð dregin frá kröfu mannsins. Taldi lögreglumaðurinn að íslenska ríkið bæri ábyrgð á tjóni hans á grundvelli ákvæðis í lögreglulögum um að ríkissjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Ríkið benti á meint aðgæsluleysi Íslenska ríkið hafnaði skaðabótagreiðslu í málinu og byggði á því að verulegur vafi væri á því að orsök væri á milli líkamstjóns mannsins og umrædds slyss. Var vísað í að lögreglumaðurinn hafi glímt við heilsubrest vegna umferðarslyss árið 2014. Þá taldi ríkið að það hlyti að teljast verulegt aðgæsluleysi af hálfu mannsins að hafa rekið höfuðuð í er hann settist inn í lögreglubílinn. Um æfingu hafi verið að ræða og engin tímapressa eða neyð fyrir hendi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lagt til grundvallar að maðurinn hafi verið að störfum sem lögreglumaður er slysið átti sér stað. Ríkið bæri þar af leiðandi bótaábyrgð. Þá hafi ekkert komið fram sem dregið gæti í efa frásögn lögreglumannsinns af slysinu auk þess sem að álitsgerð læknisins gerði skilmerkilega grein fyrir afleiðingum óhappsins. Teljast yrði sennilegt að umrætt högg hafi verið það þungt að það hafi haft þær afleiðingar sem haldið var fram fyrir dómi. Íslenska ríkið hafi einnig ekkert gert til að rökstyðja staðhæfingar sínar um hið gagnstæða. Þarf íslenska ríkið því að greiða manninum 5,8 milljónir króna, að frádregnum 1,5 milljónum króna sem þegar hafði verið greitt í bætur vegna málsins. Þá þarf ríkið að greiða 1,5 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Lögreglan Tryggingar Dómsmál Vinnuslys Reykjanesbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira