Fjallabyggð mátti aflífa Kasper Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2023 11:45 Að sögn lögreglu mátu dýralæknar og dýraeftirlitsmaður það svo að aflífa þyrfti hundinn Kasper eftir að hann beit 87 ára gamlan mann alvarlega í hendina. Samsett/Vísir Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum sem tók málið fyrir eftir að eigendur Kaspers kærðu ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aflífa hundinn. Nokkuð var fjallað um málið í sumar. Daginn eftir að Kasper beit mann á Siglufirði var hann tekinn af eigendum sínum. Örfáum klukkustundum síðar var búið að aflífa hann. Eigendur hans gagnrýndu málsmeðferðina mjög í viðtali við Vísi. Í úrskurðinum er vísað í lögregluskýrslu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafði samband við skráðan eiganda hundsins og tjáði honum að samkvæmt reglum um hundahald í Fjallabyggð yrði að fjarlægja hundinn af heimilinu og koma í vörslu hundaeftirlitsmanns. Síðan yrði metið hvort hundurinn yrði aflífaður. Starfsmenn töldu Kasper stórhættulegan en eigandinn sagði hundinn hafa verið stimplaðan sem slíkur Var hundurinn síðan sóttur af varðstjóra og starfsmönnum Fjallabyggðar. Fram kemur í skýrslu lögreglu að starfsmenn sveitarfélagsins kváðust þekkja til hundsins og sögðu hann stórhættulegan. Nágrannar hundsins þyrðu ekki að hengja föt út á snúru og börn ekki leika sér nálægt þar sem það væru allir hræddir við hann. Eigandinn benti þó á móti að ekki hafi áður verið kvartað undan hundinum og að einhvers konar orðrómur hafi orðið til þess að Kasper hafi verið stimplaður sem stórhættulegur hundur. Farið var með Kasper til Akureyrar þar sem dýralæknir skoðaði hann. Var í framhaldi tekin ákvörðun um að lóga hundinum í samræmi við ákvæði í samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu, sem heimilar það að aflífa megi hunda séu þeir metnir hættulegir, í samráði við dýralækni. Í lögregluskýrslu er rakið að hundurinn hafi verið tekinn af eigandanum í samráði við hann og boðað um leið að ákvörðun yrði tekin um hvort hundurinn yrði aflífaður. Taldi að aðeins ætti að geyma hundinn í bili Svo virðist sem að eigandinn, sem er frá Rúmeníu og bar fyrir sig takmarkaðri kunnáttu í íslensku, hafi túlkað það sem svo að til stæði að geyma hundinn, að framkvæmt yrði svokallað atferlismat á honum og í framhaldi tekin ákvörðun eftir að fjölskyldunni gæfist kostur á að koma sínum sjónarmiðum að. Í úrskurði nefndarinnar segir þó að þessum viðhorfum hafi eigandinn hvorki lýst fyrir lögreglu né starfsmönnum Fjallabyggðar svo séð verði af málsgögnum. Þá hafi ekkert verið bókað í lögregluskýrslu um hvort tungumálaörðugleikar hafi hamlað samskiptum. Tekið er þó fram að sveitarfélaginu sé ekki skylt að útvega túlk í samskiptum við íbúa. Af hálfu eiganda var því haldið fram að skylt hafi verið að framkvæma svokallað skapgerðarmat á hundinum. Ekkert er þó fjallað um slíkt mat í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð. Þá liggi fyrir að, bæði í skýrslu lögreglu og skýrslu dýralækna, sem liggja fyrir í málinu, að það hafi verið sameiginleg ákvörðun lögreglustjóra og hundaeftirlitsmanns að aflífa hundinn svo sem gert er ráð fyrir í samþykktinni. Telur nefndin því að Fjallabyggð hafi starfað innan þeirra valdheimilda sem umrædd samþykkt markar. Þó bendir nefndin á að til greina hefði komið að fresta því að aflífa hundinn uns unnt væri að skoða hundinn nánar og jafnvel leita frekari sjónarmiða, enda ljóst að engin hætta stafaði af hundinum eftir að hann hafði verið fangaður í búr. Telur nefndin að eigendum hafi ekki verið leiðbeint um að unnt hefði verið að óska frestunar réttaráhrifa fyrir kærustjórnvaldi. Bendir nefndin þó á að vandséð sé að það hefði leitt til annarrar niðurstöðu en raunin varð. Fjallabyggð Dýr Stjórnsýsla Lögreglan Gæludýr Hundar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum sem tók málið fyrir eftir að eigendur Kaspers kærðu ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aflífa hundinn. Nokkuð var fjallað um málið í sumar. Daginn eftir að Kasper beit mann á Siglufirði var hann tekinn af eigendum sínum. Örfáum klukkustundum síðar var búið að aflífa hann. Eigendur hans gagnrýndu málsmeðferðina mjög í viðtali við Vísi. Í úrskurðinum er vísað í lögregluskýrslu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafði samband við skráðan eiganda hundsins og tjáði honum að samkvæmt reglum um hundahald í Fjallabyggð yrði að fjarlægja hundinn af heimilinu og koma í vörslu hundaeftirlitsmanns. Síðan yrði metið hvort hundurinn yrði aflífaður. Starfsmenn töldu Kasper stórhættulegan en eigandinn sagði hundinn hafa verið stimplaðan sem slíkur Var hundurinn síðan sóttur af varðstjóra og starfsmönnum Fjallabyggðar. Fram kemur í skýrslu lögreglu að starfsmenn sveitarfélagsins kváðust þekkja til hundsins og sögðu hann stórhættulegan. Nágrannar hundsins þyrðu ekki að hengja föt út á snúru og börn ekki leika sér nálægt þar sem það væru allir hræddir við hann. Eigandinn benti þó á móti að ekki hafi áður verið kvartað undan hundinum og að einhvers konar orðrómur hafi orðið til þess að Kasper hafi verið stimplaður sem stórhættulegur hundur. Farið var með Kasper til Akureyrar þar sem dýralæknir skoðaði hann. Var í framhaldi tekin ákvörðun um að lóga hundinum í samræmi við ákvæði í samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu, sem heimilar það að aflífa megi hunda séu þeir metnir hættulegir, í samráði við dýralækni. Í lögregluskýrslu er rakið að hundurinn hafi verið tekinn af eigandanum í samráði við hann og boðað um leið að ákvörðun yrði tekin um hvort hundurinn yrði aflífaður. Taldi að aðeins ætti að geyma hundinn í bili Svo virðist sem að eigandinn, sem er frá Rúmeníu og bar fyrir sig takmarkaðri kunnáttu í íslensku, hafi túlkað það sem svo að til stæði að geyma hundinn, að framkvæmt yrði svokallað atferlismat á honum og í framhaldi tekin ákvörðun eftir að fjölskyldunni gæfist kostur á að koma sínum sjónarmiðum að. Í úrskurði nefndarinnar segir þó að þessum viðhorfum hafi eigandinn hvorki lýst fyrir lögreglu né starfsmönnum Fjallabyggðar svo séð verði af málsgögnum. Þá hafi ekkert verið bókað í lögregluskýrslu um hvort tungumálaörðugleikar hafi hamlað samskiptum. Tekið er þó fram að sveitarfélaginu sé ekki skylt að útvega túlk í samskiptum við íbúa. Af hálfu eiganda var því haldið fram að skylt hafi verið að framkvæma svokallað skapgerðarmat á hundinum. Ekkert er þó fjallað um slíkt mat í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð. Þá liggi fyrir að, bæði í skýrslu lögreglu og skýrslu dýralækna, sem liggja fyrir í málinu, að það hafi verið sameiginleg ákvörðun lögreglustjóra og hundaeftirlitsmanns að aflífa hundinn svo sem gert er ráð fyrir í samþykktinni. Telur nefndin því að Fjallabyggð hafi starfað innan þeirra valdheimilda sem umrædd samþykkt markar. Þó bendir nefndin á að til greina hefði komið að fresta því að aflífa hundinn uns unnt væri að skoða hundinn nánar og jafnvel leita frekari sjónarmiða, enda ljóst að engin hætta stafaði af hundinum eftir að hann hafði verið fangaður í búr. Telur nefndin að eigendum hafi ekki verið leiðbeint um að unnt hefði verið að óska frestunar réttaráhrifa fyrir kærustjórnvaldi. Bendir nefndin þó á að vandséð sé að það hefði leitt til annarrar niðurstöðu en raunin varð.
Fjallabyggð Dýr Stjórnsýsla Lögreglan Gæludýr Hundar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira