Umdeildir launasamningar Haraldar standa Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 14:09 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ákvað um mitt ár 2020 að vinda ofan af samningunum sem forveri hennar í embætti gerði við yfirlögregluþjónana árið 2019. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40
Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14