Norski handboltinn

Fréttamynd

Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“

Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.

Handbolti
Fréttamynd

Lovísa í norsku úrvalsdeildina

Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendinga­lið Kol­stad byrjar á sigri

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26.

Handbolti
Fréttamynd

Orri og Aron í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, leikmenn Elverum, eru komnir áfram í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn í handbolta eftir stórsigur á Nærbø í undanúrslitum, 40-28. Elverum vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Handbolti
Fréttamynd

Orri skoraði fimm og Elverum er einum sigri frá úrslitum

Orri Freyr Þorkelsson átti góðan leik er norsku meistararnir í Elverum unnu öruggan tíu marka sigur í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar gegn Nærbø í handbolta í kvöld, 34-24. Elverum hefur nú unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og er því aðeins einum sigri frá úrslitaeinvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Orri og Aron meistarar í miðjum leik

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í gærkvöld að sætta sig við tap með norska handboltaliðinu Elverum. Á meðan á leiknum stóð urðu þeir engu að síður deildarmeistarar.

Handbolti