Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 07:42 Camilla Herrem og Þórir Hergeirsson hafa unnið fimmtán verðlaun saman á stórmótum með norska kvennalandsliðinu í handbolta. Getty/Igor Soban/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið. Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic
Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira