Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:31 Þórir Hergeirsson á eftir eitt stórmót með norska landsliðinu og hefur náð stórkostlegum árangri. Getty/Steph Chambers Norska handknattleikssambandið hefur tilkynnt um arftaka Þóris Hergeirssonar sem eftir EM í desember hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“ Norski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“
Norski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira