Sænski boltinn

Fréttamynd

Mikael hraunaði yfir dómarann í hálf­leik og lagði svo upp

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var afar óánægður með gula spjaldið sem hann fékk í grannaslag með Djurgården gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann hneykslaðist á dómaranum í viðtali í hálfleik og lagði svo upp mark í seinni hálfleiknum, í 3-3 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki

Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er ekki Hitler“

Stuðningsmenn Örebro fóru heldur betur undir skinnið á þjálfara sínum eftir jafntefli í sænsku b-deildinni á mánudaginn. Það var samt ekkert skrýtið að þjálfarinn hafi brugðist illa við.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mark Júlíusar í Sví­þjóð

Júlíus Magnússon skoraði fyrir Elfsborg í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið varð samt að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli, 2-1, gegn einu af neðstu liðunum, Halmstad. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálfs­mark skráð á Elías sem fagnaði sigri

Elías Rafn Ólafsson heldur áfram að verja mark Midtjylland en eftir þrjá leiki í röð án þess að hafa fengið á sig mark, þar af tvo í Evrópudeildinni, varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak nældi í gult í tapi

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik IFK Norrköping og Hammarby í 19. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ekki komust þeir á blað nema Ísak Sigurgeirsson sem nældi sér í gult spjald. Hammarby vann leikinn 0-2 á heimavelli Norrköping.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það

Rami Kaib, leikmaður Halmstad, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í efstu deild sænska fótboltans. Síðara gula fékk Kaib fyrir að keyra inn í Mikael Neville Anderson. Var hann einkar ósáttur með spjaldið og lét dómara leiksins heyra það eftir leik.

Fótbolti