Franski boltinn

Fréttamynd

Moldrík og virðist ætla að um­turna kvennafótbolta

Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea fær fram­herja frá Barcelona og Earps til PSG

Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon

Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Will Still vill stilla á­fram upp í Frakk­landi

Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fóru yfir það besta frá „syni Haraldar“

Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir franska efstu deildarliðsins Lille fyrir nýafstaðið tímabil. Eftir að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku þá átti hann erfitt uppdráttar fyrst um sinn í Frakklandi en sýndi hvað í sér bjó á síðari hluta tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina

Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni.

Enski boltinn
Fréttamynd

PSG tvö­faldur meistari

París Saint-Germain lagði Lyon 2-1 í úrslitum frönsku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Var leikur kvöldsins að öllum líkindum síðasti leikur Kylian Mbappé fyrir félagið. Hann var ekki á skotskónum að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona Evrópu­meistari

Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­trú­legur við­snúningur Lyon

Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar fékk gult þegar Lil­le henti frá sér unnum leik

Lille er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en henti frá sér unnum leik og þar með 3. sætinu þegar það tapaði 4-3 á heimavelli fyrir Lyon í frönsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan lekinn og nældi sér í gult spjald.

Fótbolti