Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 13:30 Didier Deschamps segir íslenska liðið hafa verið óheppið og það gæti hæglega verið með fleiri stig. Vísir/Ívar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, býst við hörkuleik þegar hans menn mæta Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
„Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira