Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 12:01 Hér má sjá lið Frakka sem mætti Aserum á föstudaginn var. Sterka pósta vantar í liðið í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace) Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira