Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 12:01 Hér má sjá lið Frakka sem mætti Aserum á föstudaginn var. Sterka pósta vantar í liðið í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace) Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira