Seðlabankinn Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. Innherji 2.5.2022 08:58 Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Viðskipti innlent 27.4.2022 11:25 Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. Innherji 26.4.2022 12:01 Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Viðskipti innlent 22.4.2022 11:14 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. Innherji 15.4.2022 14:19 Verklag söluráðgjafanna til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Verklag söluráðgjafanna sem fengnir voru til að annast söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 07:08 Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019 Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir. Innherji 6.4.2022 11:47 Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. Innherji 5.4.2022 17:43 Fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri ráðinn til forsætisráðuneytisins Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, hefur verið ráðinn sem hagfræðingur á skrifstofu stefnumála hjá forsætisráðuneytinu samkvæmt starfsmannalista ráðuneytisins. Klinkið 1.4.2022 11:06 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í dag klukkan 16 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Þetta er 61. ársfundur bankans. Viðskipti innlent 31.3.2022 15:30 Elsku seðlabankastjóri... Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! Skoðun 30.3.2022 13:01 Seðlabankastjóri óttast mögulega endurkomu verðtryggingar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Innherji 30.3.2022 13:01 Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign. Innherji 29.3.2022 15:01 Áhættan af sambandsrofi við kerfi Nasdaq innan „ásættanlegra marka“ Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna. Innherji 28.3.2022 08:51 Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Viðskipti innlent 25.3.2022 13:01 Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. Innherji 24.3.2022 06:50 Bankarnir ekki lánað meira til fyrirtækja í þrjú ár Verulega er farið að hægja á íbúðalánavexti bankanna um þessar mundir en ný lán þeirra með veði í fasteign námu rúmlega 9,6 milljörðum króna í febrúar og hafa þau ekki aukist minna á einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020 áður en faraldurinn hófst. Á sama hafa ný útlán bankanna til atvinnulífsins hins vegar ekki aukist meira í nærri þrjú ár. Innherji 23.3.2022 10:46 Launaskrið ríkisforstjóra fékk blessun frá bankaráðsformanni Það hefur gerst oftar einu sinni og oftar en tvisvar að rausnarlegar launahækkanir til handa háttsettum embættismönnum og ríkisforstjórum hleypi illu blóði í vinnumarkaðinn og kyndi þannig undir launahækkanir. Þetta er þrálátt og í senn hvimleitt vandamál fyrir atvinnulífið sem á mikið undir því að umsamdar hækkanir endurspegli hversu mikil verðmæti eru raunverulega til skiptanna. Klinkið 22.3.2022 14:01 „Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“ Innherji 22.3.2022 06:01 Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“ Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins. Innherji 21.3.2022 06:01 Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið. Innherji 18.3.2022 06:01 Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Innlent 16.3.2022 16:31 Bein útsending: Farið yfir horfur í fjármálakerfinu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út yfirlýsingu í morgun um horfur og stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Farið verður nánar yfir stöðuna á fundi í Seðlabankanum sem horfa má á í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn hefst klukkan 9.30 Viðskipti innlent 16.3.2022 09:19 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. Viðskipti innlent 16.3.2022 08:47 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Innherji 15.3.2022 09:41 Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða „ekkert síður áhættusamar,“ meiri sveiflur í ávöxtun Raunávöxtun erlendra eigna íslensku lífeyrissjóðanna hefur sveiflast meira heldur en innlendra á árunum 2000 til 2020. Það skýrist að hluta til af því að vægi skuldabréfa, sem flöktir að jafnaði minna en hlutabréfa, er hátt í innlendum eignum sjóðanna en í tilfelli erlendu eignanna er hlutfall hlutabréfa talsvert meira. Innherji 14.3.2022 17:59 Refsiaðgerðir gegn Rússum „auka á verðbólguþrýstinginn,“ segir Seðlabankinn Stríðsátökin í Úkraínu munu hafa „veruleg og mögulega ófyrirséð áhrif“ á efnahagsframvinduna hér á landi í ljósi þeirra þvingunaraðgerða sem gripið hefur verið til gegn Rússlandi. Innherji 13.3.2022 15:01 Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 11.3.2022 14:30 Frumvarpið „vonbrigði,“ auka þarf svigrúm til fjárfestinga erlendis „hraðar og meira“ Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, meðal annars tveggja af þremur stærstu sjóðunum, gagnrýna að ekki sé gengið lengra í frumvarpsdrögum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum. Innherji 11.3.2022 09:00 FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Innherji 10.3.2022 18:04 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 48 ›
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. Innherji 2.5.2022 08:58
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Viðskipti innlent 27.4.2022 11:25
Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. Innherji 26.4.2022 12:01
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Viðskipti innlent 22.4.2022 11:14
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. Innherji 15.4.2022 14:19
Verklag söluráðgjafanna til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Verklag söluráðgjafanna sem fengnir voru til að annast söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 07:08
Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019 Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir. Innherji 6.4.2022 11:47
Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. Innherji 5.4.2022 17:43
Fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri ráðinn til forsætisráðuneytisins Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, hefur verið ráðinn sem hagfræðingur á skrifstofu stefnumála hjá forsætisráðuneytinu samkvæmt starfsmannalista ráðuneytisins. Klinkið 1.4.2022 11:06
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í dag klukkan 16 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Þetta er 61. ársfundur bankans. Viðskipti innlent 31.3.2022 15:30
Elsku seðlabankastjóri... Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! Skoðun 30.3.2022 13:01
Seðlabankastjóri óttast mögulega endurkomu verðtryggingar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Innherji 30.3.2022 13:01
Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign. Innherji 29.3.2022 15:01
Áhættan af sambandsrofi við kerfi Nasdaq innan „ásættanlegra marka“ Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna. Innherji 28.3.2022 08:51
Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Viðskipti innlent 25.3.2022 13:01
Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. Innherji 24.3.2022 06:50
Bankarnir ekki lánað meira til fyrirtækja í þrjú ár Verulega er farið að hægja á íbúðalánavexti bankanna um þessar mundir en ný lán þeirra með veði í fasteign námu rúmlega 9,6 milljörðum króna í febrúar og hafa þau ekki aukist minna á einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020 áður en faraldurinn hófst. Á sama hafa ný útlán bankanna til atvinnulífsins hins vegar ekki aukist meira í nærri þrjú ár. Innherji 23.3.2022 10:46
Launaskrið ríkisforstjóra fékk blessun frá bankaráðsformanni Það hefur gerst oftar einu sinni og oftar en tvisvar að rausnarlegar launahækkanir til handa háttsettum embættismönnum og ríkisforstjórum hleypi illu blóði í vinnumarkaðinn og kyndi þannig undir launahækkanir. Þetta er þrálátt og í senn hvimleitt vandamál fyrir atvinnulífið sem á mikið undir því að umsamdar hækkanir endurspegli hversu mikil verðmæti eru raunverulega til skiptanna. Klinkið 22.3.2022 14:01
„Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“ Innherji 22.3.2022 06:01
Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“ Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins. Innherji 21.3.2022 06:01
Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið. Innherji 18.3.2022 06:01
Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Innlent 16.3.2022 16:31
Bein útsending: Farið yfir horfur í fjármálakerfinu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út yfirlýsingu í morgun um horfur og stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Farið verður nánar yfir stöðuna á fundi í Seðlabankanum sem horfa má á í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn hefst klukkan 9.30 Viðskipti innlent 16.3.2022 09:19
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. Viðskipti innlent 16.3.2022 08:47
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Innherji 15.3.2022 09:41
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða „ekkert síður áhættusamar,“ meiri sveiflur í ávöxtun Raunávöxtun erlendra eigna íslensku lífeyrissjóðanna hefur sveiflast meira heldur en innlendra á árunum 2000 til 2020. Það skýrist að hluta til af því að vægi skuldabréfa, sem flöktir að jafnaði minna en hlutabréfa, er hátt í innlendum eignum sjóðanna en í tilfelli erlendu eignanna er hlutfall hlutabréfa talsvert meira. Innherji 14.3.2022 17:59
Refsiaðgerðir gegn Rússum „auka á verðbólguþrýstinginn,“ segir Seðlabankinn Stríðsátökin í Úkraínu munu hafa „veruleg og mögulega ófyrirséð áhrif“ á efnahagsframvinduna hér á landi í ljósi þeirra þvingunaraðgerða sem gripið hefur verið til gegn Rússlandi. Innherji 13.3.2022 15:01
Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 11.3.2022 14:30
Frumvarpið „vonbrigði,“ auka þarf svigrúm til fjárfestinga erlendis „hraðar og meira“ Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, meðal annars tveggja af þremur stærstu sjóðunum, gagnrýna að ekki sé gengið lengra í frumvarpsdrögum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum. Innherji 11.3.2022 09:00
FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Innherji 10.3.2022 18:04