„Við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki. Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki.
Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31
Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49
Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23