Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2023 13:41 Vilhjálmur sparar sig hvergi í reiðiþrungnum pistili þar sem hann segir að stýrivaxtahækkun þurrki upp allan ávinning af nýgerðum kjarasamningi. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 6,0 í 6,5 prósent. Um er að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí 2021, þegar þeir voru 0,75 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og hefur farið hækkandi eftir hjöðnun í haust. Vilhjálmur hleður í harðorðan pistil sem hann birti fyrir skömmu á Facebook-síðu sinni. „Enn og aftur kemur Seðlabankinn og kennir verkalýðshreyfingunni um og segir núna orðrétt: „Kjarasamningar voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir“. Eins og svo oft áður á að skella skuldinni á kjarasamninga launafólks þegar rökstyðja þarf hækkun á stýrivöxtum til að viðhalda okurvöxtum í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur og vandar Seðlabankanum ekki kveðjurnar: Ruglið velli uppúr forsvarsmönnum Seðlabanka „Ruglið sem vellur uppúr forsvarsmönnum Seðlabankans er svo yfirgengilegt þegar þeir segja að þeir séu að „styðja“ við kjarasamninganna með því að hækka vextina. Það liggur algerlega fyrir að Seðlabankinn er að stefna heimilum og fyrirtækjum hér á landi í gríðarlegar ógöngur með þessu framferði sínu. Þurrkar upp ávinning af þeim kjarasamningum sem við erum að gera og leggur einnig gríðarlegar álögur á fyrirtækin með hækkun á fjármagnskostnaði þeirra.“ Vilhjálmur rekur að íslensk heimili skuldi um 2.700 milljarða og ef 0,50 prósenta hækkun á skuldum heimilanna færist öll á skuldir þeirra þá nemi þetta 13,5 milljarða aukningu á vaxtakostnaði. Þá telur hann vert að halda því til haga að íslensk fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði skulda 5.400 milljarða. „Og ef þessi stýrivaxtahækkun skilar sér öll í hækkun vaxta til þeirra þá nemur það auknu vaxtabyrði fyrirtækja upp á 27 milljarða sem er 35% af kostnaði við þær launahækkanir sem samið var um á almennum vinnumarkaði.“ Vilhjálmur segir að um eða yfir því sem nemur 600 milljörðum í íbúðarlánum beri fasta vexti í dag og það komi til vaxtaendurskoðunar á næstu 12 til 24 mánuðum. Flest heimili hafi fest vextina í kringum 4 prósent en í dag standi lægstu óverðtryggðu vextirnir í 7,6 prósent og á þá þessi 0,50 prósenta stýrivaxtahækkun eftir að koma til viðbótar. Vaxtahækkanir verri en verðbólgan sjálf Vilhjálmur tekur sem dæmi heimili sem er með 50 milljóna króna óverðtryggt húsnæðislán í dag á fjögurra prósenta föstum vöxtum greiði 166 þúsund í vaxtagjöld í mánuði en mun þurfa að greiða 333 þúsund þegar vaxtaendurskoðun kemur til framkvæmda ef vextir haldast óbreyttir næstu mánuði. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Kynning á stýrivaxtahækkuninni hefur hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og Ásgeir fær það óþvegið frá Vilhjálmi Birgissyni.vísir/vilhelm „Þetta er algerlega galið og þessi 600 milljarða snjóhengja sem hangir yfir íslenskum heimilum skellur af fullum þunga á íslensk heimili á næstu 12 til 24 mánuðum ef vextir ekki lækka. Að forsvarsmenn Seðlabankans skuli síðan tala um að verið sé að styðja við kjarasamninga og almenning í landinu er svo mikil þvæla að það er klárlega rannsóknarefni!“ Vilhjálmur vitnar til orða Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra þess efnis að verðbólga sé versti óvinur launafólks. Vilhjálmur heldur ekki. „Ég vil hins vegar segja að Seðlabankinn er versti óvinur launafólks, enda eru vaxtahækkanir Seðlabankans að valda launafólki og heimilum miklu meira vanda en verðbólgan sjálf!“ Fleiri ósáttir Það er ekki bara formaður Starfsgreinasambandsins sem er ósáttur. Samtök atvinnulífsins gagnrýna hækkunina og Hagsmunasamtök heimilanna sömuleiðis. „Á einu ári hefur Seðlabankinn aukið mánaðarlega greiðslubyrði heimilanna um 130 – 200.000 kr. í hverjum mánuði og það er augljóst öllu sæmilega skynsömu fólki, að heimili með meðaltekjur eða minna munu ekki standa undir þessum álögum til lengdar,“ segir í tilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna. „Það má líkja aðgerðum Seðlabankans við það að kveikja í húsi til að losna við köngulóavef. Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi, því hvert fara ört hækkandi álögur á fyrirtæki, annað en út í verðlagið? Og hvert fer aukinn húsnæðiskostnaður heimilanna annað en beint inn í húsnæðislið vísitölu neysluverðs? Og hvert fer fjármagn heimilanna annað en inn í troðfullar hirslur bankanna sem nú fitna eins og púkinn á fjósbitanum? Þar er sko veisla.“ Samtök atvinnulífsins lýsa yfir vonbrigðum „Hækkun vaxta er skiljanleg þar sem verðbólga hefur reynst þrálát, en þar sem stutt er í næsta fund hefði verið réttara að halda sig við varfærnari skref líkt og við síðustu vaxtaákvarðanir,“ segir í yfirlýsingu sem SA sendi frá sér í tilefni af stýrivaxtahækkuninni: „Það sem kemur þó mjög á óvart og SA gera alvarlegar athugasemdir við er að Seðlabankinn hefur algjörlega snúist í viðhorfi sínu gagnvart nýjum kjarasamningum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA sem gagnrýnir stýrivaxtahækkunina harðlega.vísir/egill Seðlabankastjóri lét hafa eftir sér að þeir væru „mjög góð tíðindi“ sem er í engu samræmi við mat bankans og peningastefnunefndar nú. Rétt er að minnast á að við síðustu vaxtaákvörðun var einnig algjör viðsnúningur í skilaboðum bankans, sem hafði áður gefið í skyn hlé á vaxtahækkunum og sagt skýrt að boltinn væri hjá vinnumarkaðnum. Almennt er framsýn leiðsögn Seðlabanka talinn mikilvægur þáttur í miðlun peningastefnu og betur færi á því að skilaboð frá bankanum væru skýr og að þar væri gætt samræmis.“ ASÍ segir vaxtahækkunina í boði ríkisstjórnarinnar Þá hefur Alþýðusamband Íslands bæst í hóp þeirra sem fordæma stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Í tilkynningu sem ASÍ sendir frá sér er sagt að stýrivaxtahækkunin sé í boði ríkisstjórnarinnar. Kristján Þórður Snæbjörnsson er forseti ASÍ. Miðstjórn ASÍ segir í yfirlýhsingu að ríkisstjórnin hafi ákveðið að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi.vísir/vilhelm „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir,“ segir í harðorðri yfirlýsingu. Þar er bent á að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Miðstjórnin hafnar því, líkt og Vilhjálmur og fleiri, að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins hafi verið sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. „Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana.“ Miðstjórn Alþýðusambandsins segist áður hafa vakið á því athygli að hér eru ekki að verki óumbreytanleg lögmál. Í yfirlýsingu ASÍ segir að aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gangi þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum. Þar birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.vísir/vilhelm „Ríkisstjórn Íslands ákvað með samþykki þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem að henni standa að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi. Vextir hækka, húsnæðislánin og húsaleiga verða enn þyngri í vöfum og kjörin verri en áður. Allt eru þetta mannanna verk og líkt og jafnan koma slíkar aðgerðir verst niður á þeim sem búa við erfiðustu afkomuna.“ Þá er því haldið fram að aðgerðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gangi þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. „Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.“ Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03 Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 6,0 í 6,5 prósent. Um er að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí 2021, þegar þeir voru 0,75 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og hefur farið hækkandi eftir hjöðnun í haust. Vilhjálmur hleður í harðorðan pistil sem hann birti fyrir skömmu á Facebook-síðu sinni. „Enn og aftur kemur Seðlabankinn og kennir verkalýðshreyfingunni um og segir núna orðrétt: „Kjarasamningar voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir“. Eins og svo oft áður á að skella skuldinni á kjarasamninga launafólks þegar rökstyðja þarf hækkun á stýrivöxtum til að viðhalda okurvöxtum í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur og vandar Seðlabankanum ekki kveðjurnar: Ruglið velli uppúr forsvarsmönnum Seðlabanka „Ruglið sem vellur uppúr forsvarsmönnum Seðlabankans er svo yfirgengilegt þegar þeir segja að þeir séu að „styðja“ við kjarasamninganna með því að hækka vextina. Það liggur algerlega fyrir að Seðlabankinn er að stefna heimilum og fyrirtækjum hér á landi í gríðarlegar ógöngur með þessu framferði sínu. Þurrkar upp ávinning af þeim kjarasamningum sem við erum að gera og leggur einnig gríðarlegar álögur á fyrirtækin með hækkun á fjármagnskostnaði þeirra.“ Vilhjálmur rekur að íslensk heimili skuldi um 2.700 milljarða og ef 0,50 prósenta hækkun á skuldum heimilanna færist öll á skuldir þeirra þá nemi þetta 13,5 milljarða aukningu á vaxtakostnaði. Þá telur hann vert að halda því til haga að íslensk fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði skulda 5.400 milljarða. „Og ef þessi stýrivaxtahækkun skilar sér öll í hækkun vaxta til þeirra þá nemur það auknu vaxtabyrði fyrirtækja upp á 27 milljarða sem er 35% af kostnaði við þær launahækkanir sem samið var um á almennum vinnumarkaði.“ Vilhjálmur segir að um eða yfir því sem nemur 600 milljörðum í íbúðarlánum beri fasta vexti í dag og það komi til vaxtaendurskoðunar á næstu 12 til 24 mánuðum. Flest heimili hafi fest vextina í kringum 4 prósent en í dag standi lægstu óverðtryggðu vextirnir í 7,6 prósent og á þá þessi 0,50 prósenta stýrivaxtahækkun eftir að koma til viðbótar. Vaxtahækkanir verri en verðbólgan sjálf Vilhjálmur tekur sem dæmi heimili sem er með 50 milljóna króna óverðtryggt húsnæðislán í dag á fjögurra prósenta föstum vöxtum greiði 166 þúsund í vaxtagjöld í mánuði en mun þurfa að greiða 333 þúsund þegar vaxtaendurskoðun kemur til framkvæmda ef vextir haldast óbreyttir næstu mánuði. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Kynning á stýrivaxtahækkuninni hefur hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og Ásgeir fær það óþvegið frá Vilhjálmi Birgissyni.vísir/vilhelm „Þetta er algerlega galið og þessi 600 milljarða snjóhengja sem hangir yfir íslenskum heimilum skellur af fullum þunga á íslensk heimili á næstu 12 til 24 mánuðum ef vextir ekki lækka. Að forsvarsmenn Seðlabankans skuli síðan tala um að verið sé að styðja við kjarasamninga og almenning í landinu er svo mikil þvæla að það er klárlega rannsóknarefni!“ Vilhjálmur vitnar til orða Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra þess efnis að verðbólga sé versti óvinur launafólks. Vilhjálmur heldur ekki. „Ég vil hins vegar segja að Seðlabankinn er versti óvinur launafólks, enda eru vaxtahækkanir Seðlabankans að valda launafólki og heimilum miklu meira vanda en verðbólgan sjálf!“ Fleiri ósáttir Það er ekki bara formaður Starfsgreinasambandsins sem er ósáttur. Samtök atvinnulífsins gagnrýna hækkunina og Hagsmunasamtök heimilanna sömuleiðis. „Á einu ári hefur Seðlabankinn aukið mánaðarlega greiðslubyrði heimilanna um 130 – 200.000 kr. í hverjum mánuði og það er augljóst öllu sæmilega skynsömu fólki, að heimili með meðaltekjur eða minna munu ekki standa undir þessum álögum til lengdar,“ segir í tilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna. „Það má líkja aðgerðum Seðlabankans við það að kveikja í húsi til að losna við köngulóavef. Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi, því hvert fara ört hækkandi álögur á fyrirtæki, annað en út í verðlagið? Og hvert fer aukinn húsnæðiskostnaður heimilanna annað en beint inn í húsnæðislið vísitölu neysluverðs? Og hvert fer fjármagn heimilanna annað en inn í troðfullar hirslur bankanna sem nú fitna eins og púkinn á fjósbitanum? Þar er sko veisla.“ Samtök atvinnulífsins lýsa yfir vonbrigðum „Hækkun vaxta er skiljanleg þar sem verðbólga hefur reynst þrálát, en þar sem stutt er í næsta fund hefði verið réttara að halda sig við varfærnari skref líkt og við síðustu vaxtaákvarðanir,“ segir í yfirlýsingu sem SA sendi frá sér í tilefni af stýrivaxtahækkuninni: „Það sem kemur þó mjög á óvart og SA gera alvarlegar athugasemdir við er að Seðlabankinn hefur algjörlega snúist í viðhorfi sínu gagnvart nýjum kjarasamningum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA sem gagnrýnir stýrivaxtahækkunina harðlega.vísir/egill Seðlabankastjóri lét hafa eftir sér að þeir væru „mjög góð tíðindi“ sem er í engu samræmi við mat bankans og peningastefnunefndar nú. Rétt er að minnast á að við síðustu vaxtaákvörðun var einnig algjör viðsnúningur í skilaboðum bankans, sem hafði áður gefið í skyn hlé á vaxtahækkunum og sagt skýrt að boltinn væri hjá vinnumarkaðnum. Almennt er framsýn leiðsögn Seðlabanka talinn mikilvægur þáttur í miðlun peningastefnu og betur færi á því að skilaboð frá bankanum væru skýr og að þar væri gætt samræmis.“ ASÍ segir vaxtahækkunina í boði ríkisstjórnarinnar Þá hefur Alþýðusamband Íslands bæst í hóp þeirra sem fordæma stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Í tilkynningu sem ASÍ sendir frá sér er sagt að stýrivaxtahækkunin sé í boði ríkisstjórnarinnar. Kristján Þórður Snæbjörnsson er forseti ASÍ. Miðstjórn ASÍ segir í yfirlýhsingu að ríkisstjórnin hafi ákveðið að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi.vísir/vilhelm „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir,“ segir í harðorðri yfirlýsingu. Þar er bent á að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Miðstjórnin hafnar því, líkt og Vilhjálmur og fleiri, að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins hafi verið sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. „Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana.“ Miðstjórn Alþýðusambandsins segist áður hafa vakið á því athygli að hér eru ekki að verki óumbreytanleg lögmál. Í yfirlýsingu ASÍ segir að aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gangi þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum. Þar birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.vísir/vilhelm „Ríkisstjórn Íslands ákvað með samþykki þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem að henni standa að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi. Vextir hækka, húsnæðislánin og húsaleiga verða enn þyngri í vöfum og kjörin verri en áður. Allt eru þetta mannanna verk og líkt og jafnan koma slíkar aðgerðir verst niður á þeim sem búa við erfiðustu afkomuna.“ Þá er því haldið fram að aðgerðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gangi þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. „Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.“
Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03 Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03
Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29