Smálán

Fréttamynd

Hundruð sækja um að­stoð í að­draganda jóla

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Æski­legra að neyt­endur fái úr­lausn sinna mála mun hraðar

Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. 

Neytendur
Fréttamynd

Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir

Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu

Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“

Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­réttur stað­festir lög­mæti smá­lána­starf­semi

,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Sekta BPO Inn­heimtu vegna „um­fangs­mikilla og al­var­legra“ brota á smá­lána­markaði

Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra.

Neytendur
Fréttamynd

Tvær myndir stétta­bar­áttunnar

„BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­spurnum rignir vegna krafna nýs inn­heimtu­fyrir­tækis

Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi.

Neytendur
Fréttamynd

Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög

Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja

Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum.

Innlent