Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 13:28 Gísli Kr. Björnsson lögmaður er eigandi Almennrar innheimtu. Hann er fyrrvernandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35
Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00
Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30