Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Eiður Þór Árnason skrifar 21. mars 2022 13:14 BPO Innheimta er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Tilkynnt var í apríl í fyrra um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Aðsend Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. Í júní síðastliðnum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að innheimtufyrirtækið hafi brotið gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum. Lánin voru veitt undir merkjum Smálána, Kredia, Múla, Hraðpeninga og 1909. Lækkaði áfrýjunarnefndin stjórnvaldsekt Neytendastofu úr 1,5 milljónum króna í 500 þúsund krónur. Í úrskurði nefndarinnar segir að hún sé sammála því að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að hefja innheimtu dráttarvaxta og vanskilakostnaðar krafna á hendur neytendum í heimabönkum þeirra, án nánari sundurliðunar, þegar fyrir lá að fyrirtækið bauð samtímis sömu neytendum að greiða aðeins höfuðstól krafnanna. Fengu kröfur í heimabanka án skýringa Samkvæmt gögnum málsins hóf BPO Innheimta innheimtu umræddra lána þann 13. apríl 2021 með því að birta kröfu að kvöldi í heimabanka skuldara þar sem sá sami dagur var tilgreindur sem hvoru tveggja gjalddagi og eindagi hverrar kröfu og BPO Innheimta tilgreindur sem kröfuhafi. Að öðru leyti kom ekki fram í heimabanka skuldara hvert væri tilefni kröfunnar. „Af gögnum málsins verður ráðið að upphaflega hafi krafan, eins og hún birtist í heimabönkum skuldara, aðeins endurspeglað höfuðstól lánsins og áfallna dráttarvexti en að innheimtukostnaður hafi síðan bæst við kröfuna um kvöldið,“ segir í úrskurði áfrýjunarnefndar. Degi síðar hafi fyrirtækið sent skuldurum tölvupóst þar sem upplýst var um kröfuhafaskipti á umræddum lánum. Tilgreint hafi verið að með kaupunum hefðu allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður og hefði því óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. Öllum skuldurum byðist að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það væri gert í síðasta lagi 15. maí. Eftir 15. maí 2021 yrðu kröfurnar á hinn bóginn innheimtar með dráttarvöxtum frá þeim degi sem lánið var tekið. Hafa þyrfti samband til að fá kostnað felldan niður. Í gögnum málsins kemur fram að þann 14. apríl 2021 hafi BPO Innheimta orðið þess var að skuldurum var ekki að fullu ljóst að unnt væri að gera upp kröfuna á hagstæðari kjörum en byðist í heimabanka. Hafi kröfurnar því verið teknar úr heimabanka og þær settar inn á ný þar sem ekki var tekið tillit til vanskilakostnaðar. Þá var þeim skuldurum sem höfðu greitt kröfurnar í heimabanka boðið að fá endurgreitt það sem þeir hefðu ofgreitt miðað við þau kjör sem innheimtufyrirtækið bauð skuldurum á þeim tíma. Samhliða hefði kærandi ákveðið að framlengja frest til skuldara lánanna þannig að frá og með 19. maí 2021 yrði vanskilakostnaði bætt við kröfurnar. Síðar mun fyrirtækið hafa ákveðið að framlengja þennan frest skuldara til að greiða aðeins höfuðstól til 4. júní 2021. Brotin talin umfangsminni Áfrýjunarnefndin telur að BPO Innheimta hafi ekki sýnt nægilega varfærni í innheimtuaðgerðum gagnvart skuldurum lánanna. Á hinn boginn telur nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu Neytendastofu að önnur þau atriði sem tínd voru til í ákvörðun hennar hafi brotið í bága við ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Teljast brot kæranda því nokkuð umfangsminni en lagt var til grundvallar sekt þeirri sem mælt er fyrir um í hinni kærðu ákvörðun. Þá verður ekki annað ráðið en að kærandi hafi þegar þann 14. apríl 2021, degi síðar en kröfurnar birtust í heimabönkum neytenda, brugðist við þeim neikvæðu afleiðingum sem brot fyrirtækisins var til þess fallið að hafa fyrir neytendur. Var það áður en gögn málsins bera með sér að Neytendastofa hafi fyrst haft afskipti af háttsemi kæranda, sem mun hafa verið þann 16. apríl 2021. Með vísan til alls framangreinds verður sekt kæranda lækkuð og hún ákvörðuð að fjárhæð 500.000 krónur.“ Einnig felldi áfrýjunarnefndin úr gildi bann BPO við áðurnefndri háttsemi. Taldi nefndin að ekki hafi verið ástæða til að leggja jafn umfangsmikið bann á starfsemi fyrirtækisins, enda hafi Neytendastofa mælt fyrir um bann við háttsemi sem áfrýjunarnefndin telji að ekki hafi brotið í bága við ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Smálán Neytendur Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Í júní síðastliðnum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að innheimtufyrirtækið hafi brotið gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum. Lánin voru veitt undir merkjum Smálána, Kredia, Múla, Hraðpeninga og 1909. Lækkaði áfrýjunarnefndin stjórnvaldsekt Neytendastofu úr 1,5 milljónum króna í 500 þúsund krónur. Í úrskurði nefndarinnar segir að hún sé sammála því að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að hefja innheimtu dráttarvaxta og vanskilakostnaðar krafna á hendur neytendum í heimabönkum þeirra, án nánari sundurliðunar, þegar fyrir lá að fyrirtækið bauð samtímis sömu neytendum að greiða aðeins höfuðstól krafnanna. Fengu kröfur í heimabanka án skýringa Samkvæmt gögnum málsins hóf BPO Innheimta innheimtu umræddra lána þann 13. apríl 2021 með því að birta kröfu að kvöldi í heimabanka skuldara þar sem sá sami dagur var tilgreindur sem hvoru tveggja gjalddagi og eindagi hverrar kröfu og BPO Innheimta tilgreindur sem kröfuhafi. Að öðru leyti kom ekki fram í heimabanka skuldara hvert væri tilefni kröfunnar. „Af gögnum málsins verður ráðið að upphaflega hafi krafan, eins og hún birtist í heimabönkum skuldara, aðeins endurspeglað höfuðstól lánsins og áfallna dráttarvexti en að innheimtukostnaður hafi síðan bæst við kröfuna um kvöldið,“ segir í úrskurði áfrýjunarnefndar. Degi síðar hafi fyrirtækið sent skuldurum tölvupóst þar sem upplýst var um kröfuhafaskipti á umræddum lánum. Tilgreint hafi verið að með kaupunum hefðu allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður og hefði því óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. Öllum skuldurum byðist að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það væri gert í síðasta lagi 15. maí. Eftir 15. maí 2021 yrðu kröfurnar á hinn bóginn innheimtar með dráttarvöxtum frá þeim degi sem lánið var tekið. Hafa þyrfti samband til að fá kostnað felldan niður. Í gögnum málsins kemur fram að þann 14. apríl 2021 hafi BPO Innheimta orðið þess var að skuldurum var ekki að fullu ljóst að unnt væri að gera upp kröfuna á hagstæðari kjörum en byðist í heimabanka. Hafi kröfurnar því verið teknar úr heimabanka og þær settar inn á ný þar sem ekki var tekið tillit til vanskilakostnaðar. Þá var þeim skuldurum sem höfðu greitt kröfurnar í heimabanka boðið að fá endurgreitt það sem þeir hefðu ofgreitt miðað við þau kjör sem innheimtufyrirtækið bauð skuldurum á þeim tíma. Samhliða hefði kærandi ákveðið að framlengja frest til skuldara lánanna þannig að frá og með 19. maí 2021 yrði vanskilakostnaði bætt við kröfurnar. Síðar mun fyrirtækið hafa ákveðið að framlengja þennan frest skuldara til að greiða aðeins höfuðstól til 4. júní 2021. Brotin talin umfangsminni Áfrýjunarnefndin telur að BPO Innheimta hafi ekki sýnt nægilega varfærni í innheimtuaðgerðum gagnvart skuldurum lánanna. Á hinn boginn telur nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu Neytendastofu að önnur þau atriði sem tínd voru til í ákvörðun hennar hafi brotið í bága við ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Teljast brot kæranda því nokkuð umfangsminni en lagt var til grundvallar sekt þeirri sem mælt er fyrir um í hinni kærðu ákvörðun. Þá verður ekki annað ráðið en að kærandi hafi þegar þann 14. apríl 2021, degi síðar en kröfurnar birtust í heimabönkum neytenda, brugðist við þeim neikvæðu afleiðingum sem brot fyrirtækisins var til þess fallið að hafa fyrir neytendur. Var það áður en gögn málsins bera með sér að Neytendastofa hafi fyrst haft afskipti af háttsemi kæranda, sem mun hafa verið þann 16. apríl 2021. Með vísan til alls framangreinds verður sekt kæranda lækkuð og hún ákvörðuð að fjárhæð 500.000 krónur.“ Einnig felldi áfrýjunarnefndin úr gildi bann BPO við áðurnefndri háttsemi. Taldi nefndin að ekki hafi verið ástæða til að leggja jafn umfangsmikið bann á starfsemi fyrirtækisins, enda hafi Neytendastofa mælt fyrir um bann við háttsemi sem áfrýjunarnefndin telji að ekki hafi brotið í bága við ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12