Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2025 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. vísir/einar Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“ Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“
Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42