Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2025 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. vísir/einar Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“ Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“
Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42