Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2025 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. vísir/einar Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“ Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“
Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42