Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Engin töl­fræði til um byrlanir

Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“

Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. 

Innlent
Fréttamynd

Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 

Innlent
Fréttamynd

Ásta tekur við í stað Harðar

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég kenni ekki kyrkingar“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“

Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar

Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður VG segist hafa verið mis­notaður af starfs­manni SÁÁ

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Ásakanir um kynferðisbrot - Í góðri trú eða ekki?

Nýlegur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í ærumeiðingamáli hefur vakið nokkra athygli. Í hnotskurn er niðurstaðan sú að stefnda var ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með því að saka pilt um það á samfélagsmiðli að hafa nauðgað sér. Aftur á móti voru ómerkt orð hennar gagnvart sama manni um að hann hefði nauðgað annarri stúlku.

Skoðun