262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2023 16:39 Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Getty Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira