Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem for­seti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endur­komu Helga

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Allar raddir þurfa að heyrast

Á Stígamót leita árlega um átta hundruð einstaklingar til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis og eru raddir þeirra allra okkur mikilvægar. Síðustu ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi orðið sífellt háværari og mörg hafa stígið fram til að segja frá sinni reynslu opinberlega. Oft er þetta yngra fólk sem hefur alist upp við auðveldar boðleiðir til að koma sínu á framfæri og aukna umræðu um málaflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum ekki að haga okkur svona“

Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur ýtt úr vör nýju átaki sem snýr að því að koma í veg fyrir og varpa ljósi á kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Átakið hófst með myndbandi þar sem málefninu er skellt upp með húmor, það mætti segja að orðatiltækið „öllu gríni fylgir einhver alvara“ eigi við hér.

Innlent
Fréttamynd

Drep-fyndin kynferðisleg áreitni

Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Rúm­lega 90 prósent þol­enda vændis hafi orðið fyrir öðru kyn­ferðis­of­beldi

Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa stjórn­völd brugðist þol­endum á­reitni og of­beldis á vinnu­stöðum?

Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda.

Skoðun
Fréttamynd

Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna

Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail.

Erlent
Fréttamynd

R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega.

Erlent
Fréttamynd

Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang

Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni

Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga.

Innlent
Fréttamynd

Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum

Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi.

Erlent
Fréttamynd

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fleiri til­kynningar ekki endi­lega merki um meira of­beldi

Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um rúm­lega tuttugu nauðganir á mánuði

Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ó­trú­lega mikil skömm og niður­læging sem fylgir þessu“

Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana.

Innlent