Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 23:45 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir ekki koma á óvart að fólk innan lögreglu hafi gerst sekt um að beita hvort annað ofbeldi. Erfitt sé að sjá hvernig brotaþolar eigi að treysta lögreglu til að rannsaka ofbeldismál. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“ Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01