Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Niður­stöðu að vænta síð­degis á sunnu­dag

Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Gulla til formennsku fyrir flokkinn okkar allra

Guðlaugur Þór Þórðarson var formaður Fjölnis á þeim árum sem ég gengdi varaformennsku í félaginu. Gulli tók við Fjölni á umbrotatímum, æskuárin voru liðin hjá félaginu og framundan að vaxa úr grasi. Gulli tók við ágætu búi hjá Fjölni en undir hans forystu stækkaði félagið og dafnaði í að verða eitt stærsta íþrótta- og ungmennafélag Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni lagði á­herslu á á­hrifin en Guð­laugur Þór sagði tóninn slæman

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Guð­laugur Þór tókust á í Pall­borðinu

Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Öskrandi stað­reynd

Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breyttari mál­verk í Val­höll

Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Kosið um miklu meira en bara for­mann Sjálf­stæðis­flokksins

Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár.

Innlent
Fréttamynd

Veð­mangarar telja Bjarna í betri stöðu

Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“

Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg.

Innlent
Fréttamynd

Ert þú að fara á landsfund?

Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­laugur segist ekki hafa hótað Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Leynd yfir sæta­skiptingu á lands­fundi í Laugar­dals­höll

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli.

Innlent
Fréttamynd

Gulli plús Kata talið ganga illa upp

Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­boð Guð­laugs krókur á móti bragði

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 

Innlent
Fréttamynd

Fólkið í flokknum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann

Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Plan Bjarni er alltaf að vinna“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ólíkir menn“

Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni.

Innlent