Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 14:24 Sigmundur Davíð hefur skrifað pistil sem er öðrum þræði svar til Hildar Sverrisdóttur þingflokksmanns Sjálfstæðisflokksins; hann hefur engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir enn einni mannréttindastofunni. vísir/arnar/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“ Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“
Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?