Sanna orðin vinsælust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 11:51 Sanna Magdalena getur leyft sér að brosa eftir nýjustu tölur Maskínu yfir þá borgarfulltrúa sem borgarbúar telja standa sig best. Vísir/Vilhelm Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal
Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira