„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2024 11:46 Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira