Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Innlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund

Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn með kíló af kókaíni í ferðatöskunni

Þýsk-rússneskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi hér á landi fyrir innflutning á rétt tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll eru það síðasta sem ferða­þjónustan þarf á að halda

Verk­föll hjá flug­um­ferðar­stjórum væru það síðasta sem ferða­þjónusta og flug­iðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jóns­sonar, for­stjóra PLAY. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráðist verði í verk­falls­að­gerðir á þriðju­daginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verk­falls­að­gerðir á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku

Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gnarr er kominn með Covid-19

Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

95 komur og brottfarir í dag

Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play.

Innlent
Fréttamynd

Lentu í Keflavík með veikan farþega

Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki landamæraeftirlit“

Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna

Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður.

Innlent