Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu og víða skafrenningi. Gul viðvörun verður í gildi alls staðar á landinu fram á kvöld.
Reykjanesbraut hefur verið opnuð og streyma ferðalangar um hana, bæði til austurs og vesturs. Umferðarteppa myndaðist við flugstöðina fyrr í dag og hafa ferðamenn verið beðnir um að mæta ekki á flugvöllinn á einkabíl.
Sundlaugar Reykjavíkurborgar eru lokaðar í dag en verða opnar á morgun. Laugardalslaug opnar klukkan 7 í fyrramálið og aðrar laugar klukkan 11:30.