Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 11:04 Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira