Næturlíf

Fréttamynd

Sögurnar of margar til að rengja þær

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu

Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum.

Innlent
Fréttamynd

Erill vegna mikillar ölvunar

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt og var sérstaklega mikið af ölvunartengdum málum á borði hennar. Í dagbók lögreglu segir að óvenju margar tilkynningar um ofurölvi fólk og vandræði vegna ölvunar hafi borist í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Menning
Fréttamynd

Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars

Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var.

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club

Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg  í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 

Innlent
Fréttamynd

Hópárás á ungan mann á Menningarnótt

Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar.

Innlent
Fréttamynd

Tæmdi Le­bowski með prumpu­sprengju

Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 

Innlent
Fréttamynd

Kastaði flösku í höfuð manns

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um hávaða og ónæði í öllum hverfum. Alls var farið í ellefu slík útköll og níu sinnum fóru lögregluþjónar að huga að fólki sökum ölvunarástands. Fimm voru vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í haldi vegna hnífstungu

Þrír Íslendingar eru í haldi eftir að maður var stunginn í bakið með hníf nálægt Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur í gær. Eftir árásina upphófst leit lögreglu að sakamönnunum og bar hún árangur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem stakk annan mann í bakið í miðbænum í nótt. Maðurinn flúði eftir hnífstunguna og stendur leit yfir. Sá sem var stunginn var fluttur á sjúkrahús og var hann þá með meðvitund.

Innlent
Fréttamynd

Slags­mál og of­drykkja slökkvi­liðinu til ama

Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 

Innlent
Fréttamynd

Djammið enn með Co­vid-ein­kenni

Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Upp­rætum kyn­ferðis­of­beldi og kyn­bundið of­beldi

Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Tuttugu ára gamall Inni­púki snýr aftur eftir tveggja ára fjar­veru

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.

Lífið