Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 18:18 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir hótun með því að draga upp hníf og halda honum að kvið manns, sem hann hafði hitt fyrir á skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík að nóttu til í janúar árið 2020. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem hótað hafði verið, að hann hefði verið á skemmtistaðnum við annan mann þegar þeir komu auga á ákærða og gengu til hans í þeim tilgangi að ræða við hann um greiðslu skuldar. Þá hafi maðurinn dregið upp hníf og haldið að kvið hans með þeim afleiðingum að hann varð skelkaður og litlu hafi mátt muna að líkamstjón hlytist af. Þá hefði hnífsoddurinn rifið lítið gat á peysu hans á þeim stað sem hann beindist að kviðnum. Hélt því fram að hnífnum hefði verið komið fyrir í fatnaði hans Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið þar sem hann sagðist kannast við að hafa verið á staðnum umrætt kvöld og að hafa verið yfirbugaður af dyravörðum staðarins. Hins vegar vildi hann ekkert kannast við að hafa hótað nokkrum manni með hníf og bar því við að fyrrgreindum hnífi hefði verið komið fyrir í fatnaði hans stuttu áður en lögregla handtók hann. Fyrir dómi gekkst maðurinn hins vegar við því að hafa verið með hnífinn í fórum sér umrætt kvöld. Hann hafi verið að dansa á staðnum þegar brotaþoli og félagi hans, sem maðurinn hefði áður unnið fyrir sem dyravörður, gáfu sig að tali við hann og kröfðu hann um greiðslu skuldar. Hann hafi ekki viljað greiða umkrafða skuld þar sem hann teldi sig hafa átt inni ógreidd laun hjá félaganum. Þá hefði hann farið að rífast við brotaþola og félaginn vikið frá. Einhverju síðar hafi hann verið kominn í þá stöðu að vera einn á móti mörgum mönnum og að dyraverðir hafi fært hann með valdi út af staðnum. Þá hafi hann ætlað að yfirgefa vettvang en verið beittur ofbeldi. Við það hafi hann orðið mjög hræddur, óttast um líf sitt og dregið upp hníf sem hann var með meðferðis. Hann hefði haldið hnífnum á lofti en ekki tekið út hnífsblaðið og hann ekki verið að ógna neinum. Þá hefði hann ekki reynt að stinga neinn með hnífnum og ekki haldið hnífsblaði upp að líkama brotaþola eins og honum væri gefið að sök í ákæru. Framburður ótrúverðugur og vitni staðfestu frásögn brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að telja verði framburð mannsins um atburði umræddar nætur ótrúverðugan, þar sem ekki hafi verið samræmi milli framburðar hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi vitnisburður vaktstjóra staðarins, sem bar fyrir að hafa séð manninn draga upp hnífinn inni á staðnum, rennt stoðum undir frásögn mannanna tveggja sem ræddu við ákærða á staðnum. Annar starfsmaður staðarins hafi einnig lýst atvikum með svipuðum hætti. Þá hafi upptökur úr eftirlitsmyndavélum inni á skemmtistaðnum sýnt skjót viðbrögð dyravarða sem samrýmist því sem fram hafði komið, að bregðast hafi þurft við aðsteðjandi hættu inni á staðnum. Með vísan til þess taldi dómurinn komna fram sönnun um að maðurinn hafi hótað brotaþola með hníf með þeim afleiðingum að hann hafi óttast um líf sitt og heilsu þannig að varðaði við hegningarlög. Maðurinn var að lokum dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu hennar var frestað og hún fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir hótun með því að draga upp hníf og halda honum að kvið manns, sem hann hafði hitt fyrir á skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík að nóttu til í janúar árið 2020. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem hótað hafði verið, að hann hefði verið á skemmtistaðnum við annan mann þegar þeir komu auga á ákærða og gengu til hans í þeim tilgangi að ræða við hann um greiðslu skuldar. Þá hafi maðurinn dregið upp hníf og haldið að kvið hans með þeim afleiðingum að hann varð skelkaður og litlu hafi mátt muna að líkamstjón hlytist af. Þá hefði hnífsoddurinn rifið lítið gat á peysu hans á þeim stað sem hann beindist að kviðnum. Hélt því fram að hnífnum hefði verið komið fyrir í fatnaði hans Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið þar sem hann sagðist kannast við að hafa verið á staðnum umrætt kvöld og að hafa verið yfirbugaður af dyravörðum staðarins. Hins vegar vildi hann ekkert kannast við að hafa hótað nokkrum manni með hníf og bar því við að fyrrgreindum hnífi hefði verið komið fyrir í fatnaði hans stuttu áður en lögregla handtók hann. Fyrir dómi gekkst maðurinn hins vegar við því að hafa verið með hnífinn í fórum sér umrætt kvöld. Hann hafi verið að dansa á staðnum þegar brotaþoli og félagi hans, sem maðurinn hefði áður unnið fyrir sem dyravörður, gáfu sig að tali við hann og kröfðu hann um greiðslu skuldar. Hann hafi ekki viljað greiða umkrafða skuld þar sem hann teldi sig hafa átt inni ógreidd laun hjá félaganum. Þá hefði hann farið að rífast við brotaþola og félaginn vikið frá. Einhverju síðar hafi hann verið kominn í þá stöðu að vera einn á móti mörgum mönnum og að dyraverðir hafi fært hann með valdi út af staðnum. Þá hafi hann ætlað að yfirgefa vettvang en verið beittur ofbeldi. Við það hafi hann orðið mjög hræddur, óttast um líf sitt og dregið upp hníf sem hann var með meðferðis. Hann hefði haldið hnífnum á lofti en ekki tekið út hnífsblaðið og hann ekki verið að ógna neinum. Þá hefði hann ekki reynt að stinga neinn með hnífnum og ekki haldið hnífsblaði upp að líkama brotaþola eins og honum væri gefið að sök í ákæru. Framburður ótrúverðugur og vitni staðfestu frásögn brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að telja verði framburð mannsins um atburði umræddar nætur ótrúverðugan, þar sem ekki hafi verið samræmi milli framburðar hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi vitnisburður vaktstjóra staðarins, sem bar fyrir að hafa séð manninn draga upp hnífinn inni á staðnum, rennt stoðum undir frásögn mannanna tveggja sem ræddu við ákærða á staðnum. Annar starfsmaður staðarins hafi einnig lýst atvikum með svipuðum hætti. Þá hafi upptökur úr eftirlitsmyndavélum inni á skemmtistaðnum sýnt skjót viðbrögð dyravarða sem samrýmist því sem fram hafði komið, að bregðast hafi þurft við aðsteðjandi hættu inni á staðnum. Með vísan til þess taldi dómurinn komna fram sönnun um að maðurinn hafi hótað brotaþola með hníf með þeim afleiðingum að hann hafi óttast um líf sitt og heilsu þannig að varðaði við hegningarlög. Maðurinn var að lokum dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu hennar var frestað og hún fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent