Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:45 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðaeigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða. Vísir/hjalti Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna. Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10